fbpx

Er mettuð fita óholl?

Er mettuð fita óholl?

Gömul mýta eða staðreynd?

Fyrir ekki svo löngu héldu margir að mettuð fita væri slæm fyrir okkur og hún var tengd við auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. En nú hafa nýlegar rannsóknir sýnt að við höfðum rangt fyrir okkur.  Mettuð fita eða hörð fita er yfirleitt af náttúrulegum toga og er aðallega í dýraafurðum t.d. kjöti, smjöri, eggjum, osti og öðrum dýraafurðum. En einnig er að finna mettaða fitu í kókosolíu. 

Flestir heyra að mettuð fita hækki “LDL” eða “slæma” kólesterólið og auki þess vegna líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum en málið er ekki alveg svona einfalt. Fólk les fyrirsögn á grein sem segir að “mettuð fita hækki slæma LDL kólesterólið” og ályktar strax að það sé slæmt. En þrátt fyrir að heildarstyrkur LDL hækki þá segir það ekki alla söguna, heldur stærðir agnanna. 

thai food, meal, food-5997301.jpg

Stærðir LDL agnanna skipta miklu máli.

Nú hafa rannsóknir sýnt að litlar og þéttar LDL agnir séu tengdar aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum þar sem þær hafa meiri tilhneigingu til að oxast og setjast að í slagæðum. 

Því fleiri sem LDL agnirnar eru í blóðrásinni, því meiri líkur eru á því að þær séu aðallega litlar og þéttar. Á meðan stórar LDL agnir tengjast ekki aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum (123)

Mettuð fita minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Samkvæmt rannsóknum þá breytir mettuð fita LDL kólesteróli í stórar agnir sem getur dregið úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum. 

Á sama tíma hækkar mettuð fita “góða” HDL kólesterólið í líkamanum sem dregur einnig úr hættunni. 

Nú hafa rannsóknir sýnt að lágfitu- og hákolvetnafæði auki líkurnar á efnaskiptaheilkenni.

Mataræði sem inniheldur lítið magn af fitu minnkar stærð LDL agna, sem eykur líkurnar á hjarta- & æðasjúkdómum, og dregur einnig úr magni HDL eða “góða” kólesterólsins í blóði. Á meðan mettuð fita og kólesteról eykur stærð LDL agnanna, sem getur dregið úr líkunum á hjarta- & æðasjúkdómum

Matvæli sem eru rík af mettaðri fitu eru yfirleitt stútfull af næringu og innihalda mikið magn af auðnýtanlegum vítamínum. 

Við vitum nú að það er ekki fitan í mataræðinu sem veldur litlum og þéttum LDL ögnum sem eykur líkurnar á hjarta- & æðasjúkdómum, heldur sykurinn. Sykur í alls kyns formi eða kolvetni lækkar góða kólesterólið, hækkar blóðfituna og mynda litlar skaðlegar kólesterólagnir. Þetta eykur líkurnar á efnaskiptaheilkenni, sykursýki, offitu, hjarta- & æðasjúkdómum og fleiri kvillum.  

Í einföldu máli þá eykur kolvetnaríkt mataræði blóðþéttni þríglýseríða sem er stór áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, á meðan mettuð fita bætir blóðfituna (4, 5, 67).

Þegar fyrst var gefið út að við ættum að forðast mettaða fitu og einblína á lágfitumataræði þá voru matvælaframleiðendur fljótir að stökkva til.

En eina vandamálið var að þegar fitan hafði verið fjarlægð úr matnum þá var hann alls ekki góður á bragðið og því þurftu matarframleiðendur að bæta inn sykri í staðinn.  En sykur er tegund kolvetna og því gat maturinn verið stútfullur af sykri en allir héldu að hann væri hollur því hann var merktur “lágfitu”. 

Í samantekt þá hafa rannsóknir nú sýnt að:

1. Lágfitumataræði getur hækkað þríglýseríða í blóði. Hækkað magn þríglýseríða í blóði er talið auka líkurnar verulega á hjarta- og æðasjúkdómum. Það eykur einnig líkurnar á efnaskiptavillu, offitu og sykursýki 2. Lágfitumataræði er yfirleitt hákolvetnamataræði og magn þríglýseríða hækkar yfirleitt vegna þess að lifrin er að breyta umfram kolvetnum í fitu, og líkaminn geymir umfram magn í fitufrumum (8, 9 , 10).

2. Árangursrík leið til að lækka þríglýseríð, koma jafnvægi á efnaskiptavillu og losa líkamann við umfram fitu er að borða lágkolvetna fæði sem er ríkt af hollri fitu (11, 12, 13). 

3. Lágkolvetnamataræði eykur HDL kólesterólið. LDL er kallað “góða” kólesterólið og það minnkar líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum. Ásamt lágkolvetnamataræði, þá eykur mettuð fita einnig “góða” HDL kólesterólið í líkamanum sem dregur úr hættunni (14, 15). 

4. Sykur og kolvetnaríkur matur lækkar góða kólesterólið, hækkar blóðfituna og myndar litlar skaðlegar kólesterólagnir. Þetta eykur líkurnar á efnaskiptaheilkenni, sykursýki, offitu, hjarta- & æðasjúkdómum og fleiri kvillum. 

En eins og ég sagði þá eru kolvetni alls ekki slæm, þetta snýst um að fá gæða kolvetni í réttu magni. Og sniðganga unninn kolvetni í formi brauðs, bakkelsis, ávaxtadjúsa, sælgætis, pasta og þess háttar.
Ef við horfum á sykurstuðul fæðunnar, sem segir til hversu hratt fæðan hækkar blóðsykurinn, þá sjáum við að rískökur eru t.d.  með mjög háan sykurstuðul og hækka blóðsykurinn því mjög hratt. Þær mælast meira að segja með hærri sykurstuðul en Coco Puffs, sem er ótrúlegt.

Rangar og hættulegar staðhæfingar

Í kringum árið 1900 kynnir stórfyrirtækið “Procter & Gamble” nýja vöru á markaðinn, fjöldaframleiddar og unnar grænmetisolíur, en til að byrja með voru þeir að framleiða þessar vörur til þess að smyrja vélar en fundu leið til þess að margfalda söluna. 

Eftir það fóru þeir að selja iðnaðarframleiddar grænmetisolíur og titluðu þær sem “steikingar- eða matarolíur”. Þessar olíur finnast alls staðar í dag, meðal annars í smjörlíki, sósum, hummus og á nánast öllum veitingahúsum og í flestum tilbúnum matvælum.

Árið 1924, þegar þessar jurtaolíur voru orðnar mjög vinsælar og notaðar á nánast öllum heimilum, byrjuðu hjartasjúkdómar að aukast hratt, það ár voru hjartasamtök Bandaríkjanna stofnuð (AHA), samtökin voru frekar lítil og illa fjármögnuð um tíma. En árið 1948 fengu hjarta- og æðasamtökin skyndilega styrk upp á margar milljónir Bandaríkjadollara frá stórfyrirtækinu sem hannaði þessar “Crisco” jurtaolíur. Stuttu síðar kemur yfirlýsing frá landlækni Bandaríkjanna að allir ættu að forðast mettaða fitu, líkt og smjör og kjöt, og borða frekar þessar unnu grænmetisolíur sem framleiddar eru í verksmiðjum með gífurlegum vinnsluaðferðum og hita. Ráðleggingar frá landlækni Íslands styðja enn þann dag í dag við þessi viðmið.
Hjartasjúkdómar voru mjög sjaldséðir sjúkdómar í þá daga en eftir að þessar iðnaðarframleiddu grænmetisolíur fóru að taka yfir markaðinn þá getum við séð tíðni hjartaáfalla fara ört vaxandi (16, 17).

Iðnaðarframleiddar grænmetisolíur, þar á meðal repjuolía, sólblómaolía, maísolía, sojaolía og svo framvegis, eru mjög bólgumyndandi og eru fyrst og fremst samsettar úr Omega-6 fitusýrum, sem geta aukið bólgumyndun. Þessar jurtaolíur framkalla myndun sindurefna sem valda oxunarálagi og eyðileggja DNA um allan líkamann. Þær tengjast einnig aukinni tíðni hjartasjúkdóma, astma, sjálfsofnæmissjúkdóma, legslímuflakks, sykursýkis af týpu 2, insúlínónæmis, fitulifurs og ofþyngdar (18, 19, 20, 21, 22, 23).

Það er mjög mikið magn iðnaðarframleiddra grænmetisolía í tilbúnum matvörum, þar á meðal í grænmetisbollum, kjöti í kryddlegi, sósum, fiskréttum og þess háttar, einnig eru þessar olíur notaðar á nánast öllum veitingastöðum.

Það getur engin sagt mér að kókosolía eða smjör, sem kemur beint frá náttúrunnar hendi, sé verra fyrir líkamann en þessar fjöldaframleiddu jurtaolíur sem koma frá stórum verksmiðjum.

Við hjá Holistic horfum á heilsuna út frá öllum sjónarhornum, á heildrænan hátt, út frá fræðum Functional Medicine. Það er ekki hægt að horfa á heilsuna út frá einhliða nálgun þar sem margir þættir spila saman þegar það kemur að því að viðhalda góðri heilsu.

Við einblínum á að vinna með rót vandamálsins en ekki einungis bæla niður einkennin. Ef við tökumst aldrei á við rótina sem skapaði vandamálið til að byrja með þá heldur vandamálið áfram að vaxa.
Ýmislegt getur stuðlar að myndun eða fyrirbyggingu sjúkdóma og því er mikilvægt að vera meðvitaður um hollt fæðuval og aðra lífsstílsþætti. Sjá netnámskeið Holistic hér til þess að fræðast nánar um hollt mataræði, gott lífsstílsval, sterkt hugarfar, taugakerfið og vellíðan. Sjá námskeið hér: https://holistic.is/namskeid/

Höfundur

Höfundur

Anna Lind Fells

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top