8 VIKUR Í ÁTT AÐ MEIRI VELLÍÐAN & BETRA LÍFI
Ítarleg myndbönd og fræðsla um heilbrigt líferni, allt frá hollu mataræði yfir í fræðslu um hugarfarið og velgengni.
Tveggja mánaða netnámskeið sem þú tekur á þínum hraða, þegar þér hentar.
Viltu hámarka þína heilsu & vellíðan? Mynda betri ávana, heilbrigðara hugarfar og læra að endurstilla taugakerfið?
Viltu segja bless við streituna, auka orkuna, bæta meltinguna og svefninn, upplifa meiri hamingju og hugarró? Draga úr bólgumyndun, síþreytu, hausverk, svefnleysi, pirring, meltingartruflunum og fleiri einkennum sem draga úr þér kraftinn?
Ertu heilsumarkþjálfi, ráðgjafi, jógakennari, einkaþjálfari, hjúkrunarfræðingur, eða annars konar þerapisti?
Viltu fá dýpri nálgun að heilbrigðum lífsstíl, hollu mataræði, rótarástæðu sjúkdóma, góðu hugarfari og velgengni, streitu, hvernig taugakerfið & heilbrigð öndun virkar og svo framvegis, til þess að verða betri í þínu starfi.
UMBREYTTU ÞÍNU LÍFI!
Breytt hugarfar – hollara mataræði – betri lífsstíll – stefna & meiri vellíðan.
Við förum ekki einungis djúpt ofan í hollt mataræði, blóðsykurinn, líffærin, meltinguna, heldur einnig taugakerfið, öndun og hugleiðslu, velgengni og árangur, fast vs. vaxandi hugarfar, myndun nýja ávana, endurforritun heilans og margt fleira.
Við erum að endurforrita hugarfarið, neikvæð hugsanamynstur, slæma ávana & andlegt ójafnvægi almennt. Við vinnum í því að endurforrita heilann til þess að bæta lífsgæðin og búa til nýja ávana sem styðja við nýtt og betra líf.
Andleg vellíðan, gott hugarfar, núvitund, gildi, tilgangur og annað slíkt eru ekki síður mikilvægir þættir í að bæta heilsu líkamans. Bæði andlegt og líkamlegt jafnvægi er lykillinn að sannri vellíðan.
Við leggjum áherslu á hámörkun næringarefna, en ekki að svelta líkamann! Borða fullnægjandi magn af næringarþéttri fæðu til þess að stuðla að heilbrigði, styrkja ónæmiskerfið, minnka bólgur, auka orkuna og bæta lífsgæðin.
HVERNIG VIRKAR HEILSUEFLING HOLISTIC?
Netnámskeið á þínum hraða. Þú færð ótmarkaðan aðgang að netnámskeiðinu eftir skráningu.
Netnámskeið
Heilsuefling Holistic er í formi netnámskeiðis sem þú getur tekið á þínum hraða, hvenær sem þér hentar. Nýtt myndband birtist í hverri viku og hægt er að horfa á þau eins oft og þú vilt. Ótakmarkaður aðgangur að netnámkeiðinu í heilt ár.
Einnig tilvalið fyrir heilsuráðgjafa
Ef þú vilt auka þína þekkingu á heildrænni heilsu, hollu mataræði, sjúkdómum í meltingunni, blóðsykrinum, taugakerfinu, hugarfarinu, ávönum og markmiðum, velgengni, hugleiðslu og endurforritun heilans, þá er Heilsuefling Holistic tilvalin fyrir þig.
Ítarleg fræðsla
Myndbönd með ítarlegri fræðslu um almenna heilsu. Hvernig á að Koma meltingunni í jafnvægi, blóðsykringum, efnaskiptunum og mataræðinu.
Ásamt fræðslu um hugarfarið, velgengni, stefnu, gildi, vellíðan og ýmislegt sem eykur árangur í lífinu.
Matseðill
Matseðill og ýmis heilsuráð fylgja með til þess að styðja þig í gegnum þitt persónulega ferli.
Matseðill með fullt af hollum uppskriftum, ásamt ljúffengum eftirréttum, sem hjálpa líkamanum að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru, jafna blóðsykurinn, auka orku og bæta almenna heilsu.
GÓÐ HEILSA ER BESTA
FJÁRFESTINGIN
SKRÁNING
Heilsuefling Holistic kostar 22.963 kr á mánuði í 3 mánuði.
Nýtt fræðsluefni opnast í hverri viku í 8 vikur. Þú getur horft á námskeiðið hvenær sem þér hentar, í ótakmarkaðan tíma í heilt ár.
Einnig er hægt að kaupa stakan einkatíma hjá mér sem kostar 15.000 kr. ef þú vilt enn meiri stuðning.
Sjálf glímdi ég við meltingarvandamál í mörg ár, bakflæði, blóðsykursójafnvægi, hausverk og feira.
Ég er hér til þess að aðsoða þig að taka ábyrgð á eigin heilsu líkt og ég hef sérhæft mig í.
Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine í Bandaríkjunum. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi og tók nám í hreyfivísindum hjá CHEK Institute og nám í Holistic Lifestyle Coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun stig 2 hjá CHEK.
Ásamt því hef ég lokið námi í nuddi, einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.
Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri. Ég blanda minni þekkingu saman til að veita þér sem bestu þjónustu og mögulegt er.
HÆ! ANNA LIND HEITI ÉG

EFTIRFARANDI FYRIRLESTRAR ERU INNIFALDIR Í
HEILSUEFLINGU HOLISTIC:
Fyrirlestrar um mataræði og heilsu
- Hvað er hollt mataræði til langs tíma?
- Skipulag - matseðill og undirbúningur
- Hvað á að borða og hvernig á að versla inn fyrir vikuna
- Hvernig á að losna við sykurlöngun?
- Steita og taugakerfið
-
Hámörkun næringarefna - hvernig getur þú nært líkama þinn
sem best og hámarkað lífsgæðin? -
Hvernig á að bæta meltinguna? Lekir þarmar, bakflæði, harðlífi,
verkir o.s.frv. - Afeitrunarleiðir líkamans
- Mataræði fyrir þinn líkama - miðað við þínar erfðir
- Eru bætiefni nauðsynleg og skiptir tegundin máli?
Fyrirlestrar um hugarfar og andlega heilsu
- Sterk hugarfar er mikilvægt til þess að ná árangri
- Ávanar í átt að betra lífi
- 7 Lyklar velgengnis
- Lögmál alheimsins
- Endurforritun heilans - hvernig þú getur endurforritað heilann til þess að mynda nýja ávana og skapa lífið sem þú vilt
- Þú ert ekki fórnarlamb gena þinna
- Epigenetics (utangenaerfðir)
- Þínar hugsanir skapa þinn veruleika
- Hugleiðsla & öndun
- Kvíði og þunglyndi
- Hvernig get ég upplifað velgengni?
Í HVERJU FELST HEILSUEFLING HOLISTIC?
HEILBRIGT LÍFERNI
Við förum ítarlega yfir hvað heilbrigður lífsstíll er, hollt mataræði og hvaða bætiefni Holistic mælir með að taka.
Aukin orka, betri svefn, betri melting, meiri viljastyrkur, betra skap og líðan, sterkt hugarfar, heilbrigt taugakerfi og heilbrigt hormónakerfi. Ásamt ýmsu fleiru!
BÆTT MATARÆÐI
Við einblínum á hreint mataræði. Ríkt af íslensku kjöti, fisk & öðru sjávarfangi, grænmeti og ávöxtum með litlu sykurmagni.
Innifalið á námskeiðinu er uppskriftarbók með öllu því sem Holistic mælir með.
HUGARFAR & LÍFSSTÍLL
Síðast en ekki síst þá hefur hugarfarið og lífsstíllinn okkar mikil áhrif á jafnvægi í líkamanum þar sem öll kerfi líkamans eru tengd. Mikilvægt er að bæta heilsuna á öllum sviðum til þess að hámarka árangur.
Námskeiðið inniheldur ákveðnar hugleiðslur sem stuðla að aukinni heilsu, fræðslu um öndunaræfingar og taugakerfið, ásamt aðferðum til þesa að efla hugarfarið og auka árangur í lífinu.