fbpx

Næringar-&
lífsstílsþjálfun

Stakur einkatími í næringar- & lífsstílsþjálfun út frá fræðum Functional Medicine.

Hvað er Næringar- & lífsstílsþjálfun?

Þjálfunin er í heild sinni samblanda af 3 mismunandi hugmyndafræðum:

Við horfum á líkamann sem eina heild, eitt samstætt kerfi, ekki samansafn sjálfstæðra líffæra sem vinna í sitthvoru lagi. Þessi nálgun snýst um að lækna allt kerfið, allan líkamann en ekki bara bæla niður einkennin.

Functional medicine

Functional medicine (hagnýtar lækningar) er framtíð hefðbundinna lækninga og snýst um að finna rótarástæðu sjúkdóma og takast á við hana. Þín heilsuvandamál geta verið einkenni af stærra vandamáli sem þarf að takast á við.

Heildræn lífsstílsþjálfun

Heildræn lífsstílsþjálfun er öflugt verkfæri til þess að byggja upp varanleg heilbrigði og snýst um að styrkja þína mikilvægustu lífsstílsþætti. Algeng rót heilsuvandamála er óheilbrigður lífsstíll og sjálfskaðandi ávanar.

Heilsumarkþjálfun

Markþjálfun hjálpar þér að sjá ný sjónarhorn, nýjar lausnir og ný tækifæri. Algengt er að hugarfarsbreytingar hafa stærstu áhrif á heilsufar þegar við erum sjálf að koma í veg fyrir okkar eigin bata. Þinn eigin hugur getur verið þitt besta eða versta verkfæri.

Í þessari þjálfun hjálpum við þér að koma mataræðinu og lífsstílnum í lag ásamt því að skoða grunnorsök sjúkdóma eða ójafnvægis í líkamanum. Þar á meðal meltingarvandamála, liðagigtar, skjaldkirtilsójafnvægis, mígrenis, streitu, sykursýkis, þunglyndis, orkuleysis, hormónaójafnvægis og þess háttar. Til þess að vinna á þessum heilsukvillum þurfum við að skoða rótina en ekki einungis bæla niður einkennin sem leiðir til ýmissa aukaverkana.

Hvernig fer þjálfunin fram?

Notast er við heildræna nálgun að vellíðan, hollum lífsstíl og bættu mataræði. Við skoðum mögulegar undirliggjandi ástæður fyrir ójafnvægi í  þínum líkama og vinnum út frá þeim á náttúrulegan hátt.

Við hjálpum þér að læra að hlusta á þinn líkama þar sem allar matar- og lífsstílsvenjur eru mismunandi fyrir hvern einstakling fyrir sig. Margt sem telst “hollt” hentar kannski ekki fyrir þinn líkama.
Við þurfum að hlusta á okkar erfðir og efnaskipti.

Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum, Candida sveppasýkingu, SIBO, sjálfsofnæmissjúkdómum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá get ég aðstoðað þig að líða betur! Þetta snýst ekki um skyndilausn heldur finnum við einstaklingsmiðaða lausn sem virkar fyrir þig til lengri tíma, með einu skrefi í einu.

Næringar- & lífsstílsþjálfun inniheldur:

  • 1 klukkustund með Önnu Lind.
  • Förum yfir ítarlegan spurningalista til þess fara vel yfir alla þætti sem snúa að heilsu og vellíðan. 
  • Hægt er að fá blóðsykursmælingu, mælingu á blóðkornum, blóðþrýsting og púls.
  • Staðsetning: Grandi101 (heilsu- & líkamsræktarstöð), Fiskislóð 49-51 eða í gegnum Zoom.
  • Verð fyrir stakan tíma er 17.500 kr.

Umsagnir

Þetta breytti lífi mínu. Ég hef aldrei verið með jafn mikið sjálfstraust og hluti af því er Holistic að þakka. Þau kenndu mér svo margt um hreyfingu, næringu og markmiðasetningu að ég gæti aldrei talið það allt saman upp. Nú eru þau ekki bara þjálfararnir mínir heldur vinir mínir. Þetta frábæra fólk verða alltaf hluti af því hver ég er, ekki bara núna heldur líka þegar ég verð 80 ára. Ég mun aldrei gleyma þessu stórkostlega, skemmtilega og krefjandi ferli.
Kristjana Bríet Birgisdóttir

Hef bara góða hluti um Holistic að segja. Anna tók mig algjörlega undir sinn verndarvæng og fræðin sem hún hefur kennt mér munu fylgja mér út lífið. Hún hefur líka góða nærveru og hlakkaði ég alltaf til hittingana okkar. Þetta mun hjálpa mér helling við að eignast lífið sem ég vil lifa.

Einar Þór Stefánsson

Flugumferðarstjóri

Lærði helling og líður betur þegar ég held mig við heilbrigðari lífsstíl. Mataræði, hreyfingu og svefn. Góð heildstæð nálgun.

Þórunn S. Jónsdóttir

Rafeindavirki

Skráning í stakan tíma í næringar- & lífsstílsþjálfun

Við er staðsett á Fiskislóð 49-51, 101 Reykjavík á 2. hæð í húsi Granda101. Einnig hægt að biðja um fund í gegnum Zoom.

Skrifaðu tölvupóstinn þinn og nafn hér fyrir neðan og við finnum tíma sem hentar.

Umsókn - Næringar- & lífsstílsþjálfun

Þinn leiðbeinandi

Næringar- & lífsstílsþjálfi með áherslu á Functional Medicine.

Anna Lind Fells

Anna Lind er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu sem snýst um að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt. Anna Lind er einnig heildrænn lífsstílsþjálfi, heilsumarkþjálfi, tvöfaldur jógakennari, einkaþjálfari, nuddari og er menntuð í hreyfivísindum frá Chek Institute. Hún blandar sinni þekkingu saman til að veita þér sem bestu þjónustu og mögulegt er.

CHEK Integrated movement science level 2,
CHEK Holistic Lifestyle Coaching level 2,
SAFM Functional Medicine,
IIN Health Coach
Holistic and Deep Tissue massage hjá Massage Course Europe. Einnig Chi Nei Tsang (líffæranudd) hjá Sjrab.

Markmið okkar hjá Holistic ehf er að þú lærir að elda heilsusamlega rétti, forðast skyndilausnir, hlusta á líkamann, skilja muninn á alvöru hollustu í stað markaðsblekkinga og lifa lífinu til fulls!

Scroll to Top