fbpx

Um Holistic

Hámarkaðu þitt frelsiþína heilsuþinn árangur

Við einblínum á heildræna nálgun í okkar þjónustu. Þegar kemur að heilsu og að finna rót vandans er gríðarlega mikilvægt að skoða líf sitt og líkama í heildsinni til þess að komast að því hvar ójafnvægið liggur. Hver og einn lífsstílsþáttur og líkamspartur hagar sér eins og lítið púsluspil í átt að stærri mynd sem er jafnvægi eða heilsa. Til þess að uppskera heilsu þarf allt að vera í lagi. 

Hvað þýðir orðið Holistic?

„Holistic"

Orðið „Holistic” kemur frá orðinu „Whole”, sem merkir heild. Holistic þýðir því „Heildrænt”

Hver eru gildi Holistic?

Við hjá Holistic stöndum fyrir heilsu og hreysti allra lífvera á jörðinni. Okkar
náttúrulega ástand er jafnvægi og út frá faðmi jafnvægis fæðist heilsa. Tilgangur Holistic er að gera leikinn sem þetta líf er að betri leik fyrir alla.

Við stöndum hinsvegar ekki fyrir þeim ófáu blekkingum sem eiga sér stað innan heilsugeirans. Við stöndum ekki fyrir skyndilausnum og öðrum blekkingum eins og:

  • Matvörur sem markaðssettar eru sem heilsusamlegar en innihalda vafasöm efni.
  • Að nýjasta mataræðið á markaðnum muni koma heilsu þinni í lag án þess að tillit sé tekið til þinna margvíslegu líffræðilegu og lífefnafræðilgu þarfa á borð við erfðir, innra og ytra umhverfis s.s. magaflóru, blóðsykurs, hormóna, streituástands eða æfingaálags.
  • Að tímabundin átök í ræktinni geti breytt lífi þínu til frambúðar án þess að byggja upp grundvallaratriði heilsu ásamt skilningi á eigin líkama og sál. 

Tilgangur Holistic er að gera leikinn sem þetta líf er að betri leik fyrir alla.

Við trúum að hver og einn mannslíkami sé bæði einstakur og breytilegur eftir aðstæðum og umhverfi og því byggjum við alla okkar þjálfun út frá einstaklingsbundnum aðferðum í eftirfarandi hlutum: Hvíld og endurheimt, öndun, næring, vökvun, hugarfar, hreyfing og líkamsrækt.

Okkar gildi eru skýr. Við leggjum okkur af mörkum til að finna og velja bestu langtíma lausnir sem til eru fyrir okkar viðskiptavini. 

Stefna og markmið Holistic

Við sem nútímasamfélag glímum við margvíslegar áskoranir sem erfitt er að sigrast á. Áskoranir sem fylgja græðgi stórra fyrirtækja, vafasamra auglýsinga, samfélagsmiðla, falskra upplýsinga, eiturefna í mat og umhverfi o.s.frv.

Flækjustigið í þessu nútímasamfélagi er orðið svo hátt að við höfum mörg hver týnt sjálfum okkur og hvað það þýðir að vera hraust og heilbrigð.

Okkar mannréttindi eru heilsa og hreysti. Holistic hefur þá stefnu og markmið að leiðbeina, fræða og þjálfa einstaklinga til þess að komast aftur í líkamlegt og andlegt jafnvægi. Viljum við þess vegna komast til botns í
því hver rót vandans er hjá bæði einstaklingum og samfélaginu í heild og leggja okkar af mörkum í átt að bestun samfélagsins.

Markmið okkar þegar kemur að þjálfun einstaklinga er að finna út rót vandans sem
fyrst og leiðbeina þeim í átt að líkamlegu og andlegu jafnvægi. Okkar markmið er að
einstaklingar sem komi til okkar í þjálfun læri hagnýtar leiðir til að viðhalda heilsu
og heilbrigði út lífið svo ekki sé þörf á okkur síðar meir.

Framtíðarsýn Holistic

Í framtíðinni sjáum við hvern og einn einstakling með meðvitund um mikilvægi heildrænnar heilsu og hreystis og hafi hafi aðgang að þeim grunnþörfum sem leiða til líkamlegs og andlegs jafnvægis. Við sjáum að sem flestir hafi kunnáttu til þess að geta tekið ábyrgð á því að viðhalda sinni eigin heilsu. Við sjáum róttækar breytingar á meðvitund mannkynsins þar sem við föðmum að okkur samsköpun og samlífs í stað yfirráða og misnotkun á auðlidum jarðarinnar.

 

Við horfum ekki aðeins áfram í framtíðina, draumar okkar eru að stuðla að því að skapa hana. Vilt þú leggja okkur lið?

Af hverju varð Holistic að veruleika?

Að lifa heilbrigðu og innihaldsríku lífi virðist vera orðið nokkuð flókið. Upplýsingaflæðið er svo mikið að fáir vita hvað er satt og hvað ekki. Okkar markmið er að einfalda málið fyrir okkar kúnnum og samfélaginu í heild sinni. Það getur verið erfitt að upplifa sig fastan í lífinu þegar við ættum í raun að vera að skemmta okkur stórkostlega. 

Því flóknara sem lífið okkar verður, því flóknari verður okkar eigin sjálfsmynd. Þá fjölgar okkar eigin þörfum og því erfiðara verður það fyrir okkur að uppfylla þær. 

Með okkar þjónustu getur þú tæklað flækjustig nútímans, tekið heilsu þína á hærra plan og notið lífsins í leiðinni!

Scroll to Top