fbpx

Candida ofvöxtur – Vaxandi áhyggjuefni í nútímasamfélagi

Hvað er Candida sveppasýking?

Vaxandi áhyggjuefni í nútímasamfélagi ...

Candida ofvöxtur er heimsfaraldur og hefur áhrif á milljónir einstaklinga um allan heim. Konur tengja orðið candida gjarnan við sveppasýkingu í leggöngum á meðan karlar tengja það oft við svepp í tánöglum. En vandamálið er mun flóknara og alvarlegra en það.

Candida er gersveppur sem finnst víða í slímhúð heilbrigðra einstaklinga, aðallega í meltingarfærum og leggöngum kvenna. Sveppurinn veitir ekki skaða fyrr en um ofvöxt er að ræða.

Hvað veldur Candida sveppasýkingu?

Það er margt sem getur valdið candida ofvexti en rannsóknir sýna að breiðvirk sýklalyf sé orsakavaldurinn í 92% tilfella.
Einnig er streita stór þáttur, unninn matvæli svo sem iðnaðarframleiddar grænmetisolíur, sykur, óhófleg neysla kolvetna og áfengis og svo framvegis. Einnig hafa eiturefni í umhverfinu mikil áhrif því þau bæla ónæmiskerfið svo sem skordýraeitur og plastefni. Getnaðarvarnarlyf og önnur lyf spila einnig stóran þátt í candida ofvexti, ásamt geislameðferð, lyfjameðferð, hormónameðferð og ýmsu öðru.

Tengir þú við eftirfarandi einkenni?


Candida Ofvöxtur er oft rótin af einkennunum sem við sjáum hér fyrir ofan.
Mjög stór hluti einstaklinga í nútímasamfélagi glíma við Candida ofvöxt án þess að gera sér grein fyrir því. Einkennin eru mjög falin og fólk er oft byrjað að vera samdauna því heilsuleysi sem það glímir við og tengir því ekki endilega við Candida ofvöxt. 

Þetta er ekki tæmandi listi heldur nokkur algeng einkenni en einkennin geta verið fjöldamörg. Sumir tengja við mörg einkenni á meðan aðrir með Candida ofvöxt tengja einungis við eitt einkenni.

Auk þeirra einkenna sem ég hef nefnt þá tengist candida ofvöxtur þrálátum einkennum líkt og sýkingu í efri öndunarvegi, fyrirtíðaspennu, legslímuflakki, vanvirkum skjaldkirtli, blóðsykursójafnvægi, ásamt alvarlegri sjálfsofnæmissjúkdómum, vefjagigt, lupus, einhverfu, geðsjúkdómum og jafnvel krabbameini.

Lífsstílsþættir sem hvetja ofvöxt …

Helstu orsakavaldar candida ofvaxtar eru sýklalyf, sterar (t.d. kortisón og prednisón), getnaðarvarnarpillur, hormónauppbótarmeðferð (HRT), lélegt mataræði, skortur á magasýru, bælt ónæmiskerfi, lyfjameðferð, geislameðferð, þungmálmar, mikil áfengisneysla og streita.

Aðrir áhrifavaldar eru silfurfyllingar í munni, ásamt þungmálmum í umhverfi okkar, t.d. blý (finnst í mörgum snyrtivörum) og kadmíum. Allt ofantalið eyðileggur beint eða óbeint góðu bakteríurnar í meltingarvegi okkar, sem gerir candida ofvexti kleift að blómstra.

Ofvöxtur candida þrífst á óheilbrigðu mataræði sem er ríkt af sykri, einföldum kolvetnum, mjólkurvörum, áfengi og unnum matvælum. Einnig þrífst hann af ójafnvægi í hormónakerfinu af völdum streitu. Langvarandi streita hækkar kortisól (streituhormón líkamans sem er framleitt af nýrnahettunum) og of mikið magn kortisóls hækkar blóðsykurinn. Sykur er eldsneyti fyrir Candida til þess að fjölga sér og sveppnum er sama hvort aukinn sykur í líkamanum sé af völdum sykurneyslu í formi fæðu eða of mikillar streitu.

yoga, man, buddha purnima-429718.jpg

Candida ofvöxtur getur valdið lekum þörmum.

Þegar ofvöxturinn af gersveppnum verður mikill þá byrjar hann að dreifa sér um allan líkamann, svipað og rætur plantna. Rætur Candida koma sér fyrir í þörmunum og festa sig við slímhúð meltingarvegarins, sem veldur því að þarmaveggurinn verður gegndræpur (lekir þarmar eða “leaky gut” á ensku).

Þegar um leka þarma er að ræða þá getur sveppurinn og eitraðar aukaafurðir hans seytlað í gegnum þarmavegginn og farið inn í blóðrásarkerfi líkamans. Þá byrja ónæmisfrumur að ráðast á sveppinn sem skapar ofvirkni í ónæmiskerfinu og ýmis einkenni geta komið í ljós.

Mynd af lekum þörmum (e. leaky gut)

Í bókinni “The Candida Cure” deilir höfundurinn, Ann Boroch, sínum skilning á Candida ofvexti eftir að hafa upplifað sjúkdóminn á eigin skinni á afdrifaríkan hátt, einnig talar hún um hvernig Candida ofvöxtur er hulin orsök margra sjúkdóma.

Hulin orsök margra sjúkdóma.

Ann Boroch þjáðist af Candida ofvexti frá 19 ára aldri og var mikill sykurfíkill að eigin sögn, þar til hún greindist með MS-sjúkdóminn aðeins 24 ára gömul. Ann Boroch var náttúrulæknir og næringarfræðingur að mennt og leitaði náttúrulegra leiða til þess að líða betur. Í bókinni sinni talar hún mikið um hvernig candida ofvöxtur tengist MS-sjúkdóm og mörgum öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. Milljónir einstaklinga þjást af candida ofvexti en lifa lífinu samt sem áður í óvissu af hverju þeim líður svona illa.

Ann Boroch tileinkaði sér strangt Candida mataræði í fjögur ár, fjarlægði allar fimmtán silfurfyllingarnar sem hún var með í tönnunum og tók jurtalyf til þess að drepa Candida ofvöxtinn. Ásamt því að bæta sína andlegu heilsu og vellíðan.

Eftir fjögur erfið ár þar sem hún þurfti að glíma við MS-sjúkdóminn og sjálfsvígstilraunir þá, ótrúlegt en satt, sigraðist hún loksins á sjúkdómnum og hefur verið laus við öll einkenni síðan, í yfir 23 ár. Hún hefur nú hjálpað þúsundum einstaklinga um allan heim með alls kyns kvilla og meðhöndlað hundruði tegunda sjúkdóma með hjálp candida hreinsunar.

Yfirleitt er nóg að taka þriggja mánaða candida hreinsun en í alvarlegri tilfellum þá er lengri tími nauðsynlegur.

“Eftir fjögur erfið ár þar sem hún þurfti að glíma við MS-sjúkdóminn og sjálfsvígstilraunir þá, ótrúlegt en satt, sigraðist Ann Boroch loksins á sjúkdómnum og hefur verið laus við öll einkenni síðan, í yfir 23 ár.”

Ekki orsök alls ills …

Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að Candida ofvöxtur sé orsök flestra sjúkdóma sem fyrirfinnst, en hann er stór hluti af púsluspilinu sem veldur örveruójafnvægi. Þegar um ofvöxt er að ræða þá leggur hann grunninn fyrir sýkla og slæmar örverur til að festa sig í sessi. Veirur koma úr dvala, sníkjudýr gera sig heimakomin og slæmar bakteríur fjölga sér. Í því ferli að hreinsa líkamann af skaðlegum Candida ofvexti með góðu mataræði og bætiefnum þá fjarlægir þú einnig ýmsar tegundir af bólgum og sýkingum úr líkamanum, sem stafa af völdum þess.

Candida hreinsunin hjálpar einnig til við að styrkja ónæmiskerfið og koma jafnvægi á örveruflóru þarmanna, þar sem flest heilsufarsvandamál byrja.

Ég trúi því að allir sem búa í samfélagi nútímans gagnist af 90 daga Candida hreinsun til þess að styrkja heilsu þarmanna, auka orku og einbeitingu, bæta líðan og skap, koma jafnvægi á þyngdina, bæta svefninn og fjarlægja bólgur úr líkamanum. Ásamt mörgum öðrum góðum ávinningum.

Læknar og vísindamenn eru loks farnir á sjá tengsl milli Candida ofvaxtar og ýmissa heilsufarseinkenna & sjúkdóma.

Vestræn læknisfræði á það til að neita því að gersveppur valdi þessum óteljandi sjúkdómum, en nú er sú staðreynd sem betur fer að líta dagsins ljós. Læknar um allan heim eru loksins farnir að sjá tengslin á milli Candida ofvaxtar og myndun sjúkdóma. Sannleikurinn er sá að sveppaeitur – aukaafurðir sem sveppurinn gefur frá sér – truflar frumusamskipti líkamans. Sem gerir það að verkum að bólgur og sýkingar byrja að setjast að í líkamanum þar sem við erum erfðafræðilega veikust fyrir. Því upplifa allir mismunandi einkenni.

Lifrin á að sjá um að hreinsa eiturefnin sem candida sveppurinn framleiðir úr líkamanum. En nú til dags vinnur lifrin hörðum höndum að hreinsa eiturefni nútímans, þar á meðal áfengi, iðnaðarframleiddar grænmetisolíur, lyf, aukaefni í mat og eiturefni í umhverfinu og þess háttar, sem veldur því að lifrin getur auðveldlega bugast undan álagi. Þá berast þessi eiturefni til annarra líffæra þar sem lifrin er stútfull og geta valdið miklum skaða þar.

GÓÐ HEILSA ER BESTA FJÁRFESTINGIN ...

Hvernig get ég drepið Candida ofvöxt?

Ég býð upp á þriggja mánaða hreinsun – DJÚPHREINUN HOLISTIC – þar sem við hreinsum hvert einasta líkamskerfi. Þar á meðal undirliggjandi sýkingar og örveruójafnvægi líkt og Candida sveppasýkingu.

Einnig felst hreinsunin í því að styðja við hreinsun lifrarinnar því hún er eitt aðal hreinsunarlíffæri líkamans sem losar okkur við eiturefni nútímans, við hreinsum blóðrásarkerfið, nýrun, húðina, lungun og endurnýjum frumur líkamans. Ásamt því að endurstilla hugarfarið og auka vellíðan, bæði andlega og líkamlega.

Við erum ekki einungis að djúphreinsa líkamann og líffærin, heldur einnig hugarfarið, neikvæð hugsanamynstur, slæma ávana & andlegt ójafnvægi almennt. Við vinnum í því að endurforrita heilann til þess að bæta lífsgæðin og búa til nýja ávana sem styðja við nýtt og betra líf. Andleg vellíðan, gott hugarfar, núvitund, gildi, tilgangur og annað slíkt eru ekki síður mikilvægir þættir í að bæta heilsu líkamans. Bæði andlegt og líkamlegt jafnvægi er lykillinn að sannri vellíðan.

ATH. þessi hreinsun snýst ekki um að svelta líkamann eða borða minna en við þurfum, langt í frá! Frekar leggjum við áhersla á hámörkun næringarefna til þess styðja við heilsu líffæranna og auka almenna heilsu. 

Hreinsunin er í formi netnámskeiðis þar sem takmarkaður fjöldi þáttakanda kemst að hverju sinni.
SJÁ MEIRA UM DJÚPHREINSUN HOLISTIC HÉR.

Djúphreinsun Holistic

Þriggja mánaða hreinsun þar sem við hreinsum hvert einasta líkamskerfi. Þar á meðal undirliggjandi sýkingar og ójafnvægi líkt og Candida sveppasýkingu, sníkjudýr og þess háttar.

Netnámskeið með stuðning og lokuðum facebook hóp.

Umsagnir frá þátttakendum í Djúphreinsun Holistic:

Við hjá Holistic horfum á heilsuna út frá öllum sjónarhornum, á heildrænan hátt, út frá fræðum Functional Medicine. Það er ekki hægt að horfa á heilsuna út frá einhliða nálgun þar sem margir þættir spila saman þegar það kemur að því að viðhalda góðri heilsu.

Við einblínum á að vinna með rót vandamálsins en ekki einungis bæla niður einkennin. Ef við tökumst aldrei á við rótina sem skapaði vandamálið til að byrja með þá heldur það áfram að vaxa.
Ýmislegt getur stuðlar að myndun eða fyrirbyggingu sjúkdóma og góð munnheilsa er til dæmis einn þáttur í þeirri stóru mynd.

Sjá netnámskeið Holistic hér til þess að fræðast nánar um hollt mataræði, gott lífsstílsval, sterkt hugarfar, taugakerfið og vellíðan. Sjá námskeið hér: https://holistic.is/namskeid/

Höfundur

Höfundur

Anna Lind Fells

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top