fbpx

Starfsfólk

Tölvupóstur: anna@holistic.is

Sími: 659-1662

Anna Lind Fells

Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine í Bandaríkjunum. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi frá Institute for Integrative Nutrition Health Coach og aðstoða fólk við að ná góðri heilsu. Ég tók nám í hreyfivísindum hjá CHEK institue og stig 2 í Holistic lifestyle coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun.

Ásamt því hef ég lokið námi í einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri heilsu og veiti heilsuráðgjöf. Ég held fyrirlestra, netnámskeið, býð uppá jóganámskeið, ásamt vellíðunar- & jóga retreati.

Tölvupóstur: johann@holistic.is

Sími: 691-8575

Jóhann Emil Bjarnason

Ég hef stundað hreyfingu alla mína tíð og náð góðum árangri í öllum þeim íþróttum sem ég hef stundað. Ég hef hugsað um, gert tilraunir og spurt spurninga hvað varðar

lífið og mína eigin heilsu frá barnsaldri en síðustu 5 ár hef ég ekki gert neitt annað en að kafa djúpt ofan í heildræn heilsufræði, hreyfivísindi, mannlega bestun, styrktarþjálfun, hugleiðslu og andleg málefni.

Ég er hingað kominn til þess að hjálpa fólki að upplifa sitt besta líf.

Ég er lærður í eftirfarandi:

  • Einkaþjálfari – IntensivePT
  • Heildrænn lífsstílsþjálfi (Holistic Lifestyle Coach) – C.H.E.K. Institute
  • Hreyfivísindi (Integrated Movement Science) – C.H.E.K. Institute
  • Jógakennari – Light Yoga Warriors

Tölvupóstur: kristinn@holistic.is

Sími: 699-1412

Kristinn Sigmarsson

Ég er heildrænn lífstílsþjálfi og markþjálfi með þann tilgang á þessari jörðu að gera þennan leik sem lífið er að betri leik fyrir alla. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég verið að forvitnast, rannsaka og leitast eftir svörum við þeim stóru spurningum sem varða mannlega hegðun. Hvað er velgengni? Hvað er það sem gerir mig hamingjusaman? Hvernig er best að lifa þessu lífi?….

Spurningarnar eru endalausar og hef ég leitað að skilningi bakvið þær á marga mismunandi vegu. Þar á meðal kvikmyndagerð, leiklist, heimspeki, sálfræði, þjónamennsku á veitingastöðum og nú með heildrænni lífstílsþjálfun og markþjálfun!

Scroll to Top