fbpx

DJÚPHREINSUN

HOLISTIC

NÝTT LÍF OG BÆTT LÍÐAN Á AÐEINS 12 VIKUM

Þriggja mánaða hreinsun þar sem við hreinsum hvert einasta líkamskerfi. Þar á meðal undirliggjandi sýkingar og ójafnvægi líkt og Candida sveppasýkingu & annað örveruójafnvægi.

Einnig felst hreinsunin í því að styðja við hreinsun lifrinnar því hún er eitt aðal hreinsunarlíffæri líkamans sem losar okkur við eiturefni nútímans, við hreinsum blóðrásakerfið, nýrun, húðina, lungun og endurnýjum frumur líkamans. Ásamt því að endurstilla hugarfarið og auka vellíðan, bæði andlega og líkamlega.

Næsta námskeið hefst 15. september 2024

Vertu samferða tugi Íslendinga í að taka heilsuna í gegn, endurheimta orkuna, auka vellíðan & efla hamingjuna.
Ásamt frábærri fræðslu, fjölda fyrirlestra og góðum stuðning.

ÓLÍKT ÖLLUM ÖÐRUM HREINSUNUM

Djúphreinsun Holistic er ekki eins og hver önnur hreinsun. Við erum ekki einungis að djúphreinsa líkamann og líffærin, heldur einnig hugarfarið, neikvæð hugsanamynstur, slæma ávana & andlegt ójafnvægi almennt. Við vinnum í því að endurforrita heilann til þess að bæta lífsgæðin og búa til nýja ávana sem styðja við nýtt og betra líf.

Andleg vellíðan, gott hugarfar, núvitund, gildi, tilgangur og annað slíkt eru ekki síður mikilvægir þættir í að bæta heilsu líkamans. Bæði andlegt og líkamlegt jafnvægi er lykillinn að sannri vellíðan. 

Ath. þessi hreinsun snýst ekki um að svelta líkamann eða borða minna en við þurfum, langt í frá! Frekar leggjum við áhersla á hámörkun næringarefna – borða fullnægjandi magn af næringarþéttri fæðu til þess að styrkja ónæmiskerfið, minnka bólgur, fjarlægja undirliggjandi sýkingar og vinna á móti slæmum bakteríum í þörmunum.

Tengir þú við eftirfarandi einkenni?

Candida Ofvöxtur er oft rótin af einkennunum sem við sjáum hér fyrir ofan. Mjög stór hluti einstaklinga í nútímasamfélagi glíma við Candida ofvöxt án þess að gera sér grein fyrir því. Einkennin eru mjög falin og fólk er oft byrjað að vera samdauna því heilsuleysi sem það glímir við og tengir því ekki endilega við Candida ofvöxt. 

Nú þegar hafa yfir 190 Íslendingar tekið þátt í Djúphreinsun Holistic með frábærum árangri! Sjá umsagnir neðar á síðunni.

HVERNIG VIRKAR DJÚPHREINSUN HOLISTIC?

Næsti hópur byrjar
15. september 2024.

Netnámskeið

Djúphreinsun Holistic er í formi netnámskeiðis með takmarkaðan fjölda þátttakanda hverju sinni. Nýtt myndband birtist í hverri viku og hægt er að horfa á þau eins oft og þú vilt út hreinsunina.

Stuðningur og hvatning

Hópþjálfun í gegnum netið til þess að auka driftkraft og hvatningu. Við bjóðum upp á lokaðan facebook hóp þar sem okkur er frjálst að deila uppskriftum, spurningum, árangri og þess álíka.

Ítarleg fræðsla

Myndbönd með ítarlegri fræðslu um hreinsunina og almenna heilsu. Hvernig á að útrýma Candida ofvexti & sníkjudýrum. Koma meltingunni í jafnvægi, blóðsykringum, efnaskiptunum og mataræðinu.

Ásamt fræðslu um hugarfarið, velgengni, stefnu, gildi, vellíðan og ýmislegt sem eykur árangur í lífinu.

Vinnubók og matseðill

Vinnubók fylgir með til þess að styðja þig í gegnum þitt persónulega ferli.

Matseðill með fullt af hollum uppskriftum, ásamt ljúffengum eftirréttum, sem hjálpa líkamanum að útrýma slæmum örverum, jafna blóðsykurinn og bæta almenna heilsu.

GÓÐ HEILSA ER BESTA
FJÁRFESTINGIN

MARGIR ERU MEÐ CANDIDA OFVÖXT
án þess að gera sér grein fyrir því ...

Candida er gersveppur sem finnst víða í slímhúð heilbrigðra einstaklinga, aðallega í meltingarfærum og leggöngum kvenna. Sveppurinn veitir ekki skaða fyrr en um ofvöxt er að ræða sem getur myndast af völdum nútíma mataræðis, eiturefna í umhverfinu, streitu, sýklalyfjanotkunar, getnaðarvarnarlyfja og annarra lyfja, ásamt fleiru.

Væg einkenni um candida ofvöxt er til dæmis þreyta, uppþemba, þyngdaraukning, höfuðverkir, meltingartruflanir, exem og heilaþoka. En í alvarlegri tilfellum þá geta einstaklingar þróað með sér sjálfsofnæmissjúkdóm (líkt og vanvirkan skjaldkirtil eða MS), krabbamein og Alzheimer. Candida ofvöxtur er mun algengari en flestir halda og er talið að meirihluti einstaklinga í nútímasamfélagi séu með svokallaðan ofvöxt, og oft án þess að gera sér grein fyrir því. 

Ef um ofvöxt er að ræða þá geta ákveðin eiturefni sem sveppurinn framleiðir byrjað að erta slímhúðina í meltingarveginum sem veldur því að ónæmisfrumur ráðast á sveppinn sem veldur bólgu í slímhúðinni. Við þessa ertingu skerðist slímhúðin sem getur valdið “lekum þörmum”, í framhaldinu komast þessi hættulegu efni inn í blóðrás líkamans, sem eiga alls ekki að vera þar. Þá skapast ofvirkni í ónæmiskerfinu og ýmis einkenni geta komið í ljós. 

Lifrin á að sjá um að hreinsa út eiturefnin en nú til dags vinnur hún hörðum höndum að hreinsa önnur eiturefni nútímans, þar á meðal áfengi, iðnaðarframleiddar grænmetisolíur, lyf, aukaefni í mat og eiturefni í umhverfinu og þess háttar. Þetta veldur því að lifrin getur auðveldlega bugast undan álagi. Þá berast þessi eiturefni til annarra líffæra þar sem lifrin er stútfull og geta valdið miklum skaða þar.

ER ÞESSI HREINSUN FYRIR MIG?
"ég er ekki með sjúkdóm" ....

Margir einstaklingar upplifa “falin” einkenni eða eru jafnvel orðnir samdauna þeim heilsufarseinkennum sem þeir upplifa daglega, og telja jafnvel eðlileg. Meðal annars þreytu, svefnleysi, hægðatregðu eða annað form af meltingartruflunum, loftmyndun, bakflæði, hausverk, pirring, kvíða & þunglyndi, vöðvaverki, bólur, mataróþol, streitu, heilaþoku (erfitt með einbeitingu og skýra hugsun), svo dæmi séu nefnd. Sumir upplifa mörg einkenni í einu á meðan aðrir upplifa einungis eitt einkenni sem getur skert lífsgæðin. 

Þú þarft ekki að vera greind/ur með sjúkdóm til þess að hafa ástæðu til þess að taka heilsuna í gegn. Besta er að taka ábyrgð á eigin heilsu strax til þess að fyrirbyggja þá lífsstílstengdu sjúkdóma sem hafa aldrei verið algengari í nútímasamfélagi. Svo sem sykursýki 2, hjarta- & æðasjúkdóm, skjaldkirtilsójafnvægi, gigt og þess háttar.

Heilsan bíður ekki – hún er besta fjárfestingin sem við getum nokkurn tímann gert!

SKRÁNING

Djúphreinsun Holistic kostar 32.107 kr á mánuði í 3 mánuði. Einnig er hægt að kaupa stakan einkatíma hjá mér ef þú vilt enn meiri stuðning. Þá ráðlegg ég þér að fara í blóðprufu fyrir tímann til þess að fá sem mest úr tímanum. 

Á námskeiðinu færðu 6 mismunandi bætiefni sem þú tekur yfir hreinsunina, til þess að hjálpa líkamanum að verjast gegn slæmum örverum, hreinsa lifrina, styðja við meltinguna, auka afeitrun og fleira. Kostnaður fyrir bætiefni er um 32.000 kr aukalega (þetta miðast við heildsöluverð sem er einungis fyrir þátttakendur). 

Ég sé um að panta bætiefni fyrir þátttakendur þar sem ég fæ þau á betra verði.

Netnámskeiðið hefst 15. september 2024 – Síðasta hreinsun ársins!
Hægt er að horfa á fyrirlestrana á netinu þegar þér hentar yfir þetta 3ja mánaða tímabil, en mælt er með að horfa á fyrirlestrana í réttri röð í hverri viku. Þátttakendur hafa aðgang að netnámskeiðinu í 2 mánuði eftir að námskeiðinu lýkur (5 mánuði samtals). 

Fyrstu 2 vikurnar á netnámskeiðinu fara í undirbúning fyrir hreinsunina sjálfa. Að tveim vikum liðnum þá byrjum við að taka inn bætiefnin og breyta mataræðinu.
Skráning hér fyrir neðan. 

DJÚPHREINSUN HOLISTIC

32.107 kr. á mánuði / 3 mánuðir
  • Hollar uppskriftir á rafrænu formi.
  • Holistic dagbók & vinnubók
  • Listi yfir heilsuvörur og mat sem Holistic mælir með.
  • Afsláttur af ýmsum heilsuvörum og bætiefnum.
  • Margir klukkutímar af fræðslu í formi myndefnis, texta og glærusýninga. Ný fræðsla birtist í hverri viku í 12 vikur.
  • Ítarleg fræðsla um hollt mataræði, heilbrigðan lífsstíl, öndun & taugakerfið, heilbrigt hugarfar, velgengni og árangur, ávana og markmið, hugleiðslu og margt fl.
  • Lokaður umræðurhópur á facebook.

Umsagnir frá fyrri þátttakendum:

Nú þegar hafa yfir 190 Íslendingar tekið þátt í Djúphreinsun Holistic með frábærum árangri! Sjá umsagnir hér fyrir neðan.

Ég verð þinn leiðbeinandi í djúphreinsun Holistic.

Sjálf glímdi ég við candida ofvöxt í mörg ár, ásamt ýmsum heilsufarsvandamálum, H. Pylori sýkingu, magaverkjum, bakflæði, blóðsykursójafnvægi og margt feira. 

Ég er hér til þess að aðsoða þig að taka ábyrgð á eigin heilsu líkt og ég hef sérhæft mig í.

Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine í Bandaríkjunum. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi og tók nám í hreyfivísindum hjá CHEK Institute og nám í Holistic Lifestyle Coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun stig 2 hjá CHEK.

Ásamt því hef ég lokið námi í nuddi, einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri. Ég blanda minni þekkingu saman til að veita þér sem bestu þjónustu og mögulegt er.

HÆ! ANNA LIND HEITI ÉG

EFTIRFARANDI FYRIRLESTRAR ERU INNIFALDIR Í
DJÚPHREINSUN HOLISTIC:

Fyrirlestrar um mataræði og heilsu

Fyrirlestrar um hugarfar og andlega heilsu

Í HVERJU FELST DJÚPHREINSUN HOLISTIC?

JURTIR OG BÆTIEFNI

Á meðan hreinsuninni stendur tökum við inn 6 mismunandi tegundir af bætiefnum sem innihalda sterkar jurtir og næringarefni til þess að drepa candida & sníkjudýr, hreinsa blóðið, styðja við hreinsun lifrarinnar, bæta meltinguna, auka jafnvægi þarmaflórunnar og margt fleira.

BÆTT MATARÆÐI

Yfir þessa þrjá mánuði þá einblínum við á hreint mataræði. Ríkt af íslensku kjöti, fisk, sterkjulitlu grænmeti og ávöxtum með litlu sykurmagni.

Við sniðgöngum sykur í öllu formi m.a. hvítan sykur, ávexti, djús, rótargrænmeti (gulrætur eru í lagi), hunang, bakkelsi & þess háttar. Forðumst áfengi, gervi sætuefni, mjólkurvörur (ghee er í lagi), kaffi, baunir og ákveðnar kornvörur. 

Innifalið í hreinsuninni er uppskriftarbók með öllu því sem er ráðlagt að borða.

HUGARFAR & LÍFSSTÍLL

Síðast en ekki síst þá hefur hugarfarið og lífsstíllinn okkar mikil áhrif á jafnvægi í líkamanum þar sem öll kerfi líkamans eru tengd. Mikilvægt er að bæta heilsuna á öllum sviðum til þess að hámarka árangur.

Námskeiðið inniheldur ákveðnar hugleiðslur sem stuðla að aukinni heilsu, öndunaræfingar til þess að endurstilla taugakerfið og ýmislegt til þess að efla hugarfarið og auka árangur í lífinu almennt.

Skráning fyrir Djúphreinsun Holistic - námskeið hefst 15. september - síðasta námskeið ársins!

Skráning - Djúphreinsun

VINAAFSLÁTTUR!

Fáðu 2 vinkonur/vin til þess að taka hreinsunina með þér og fáðu 20% afslátt af námskeiðinu. ATH. 3 vinir saman fá 20% afslátt hver fyrir sig. Það er enn meiri stuðningur og samstaða að taka heilsuna í gegn saman! Taktu fram við skráningu nöfnin á 2 vinkonum/vinum sem taka þátt með þér og þær/þeir fá einnig afsláttinn.

freedom, girl, travel-4782870.jpg

Gjaldfrjálst 15 mínútna kynningarsímtal!

Viltu nánari upplýsingar? Ef þú vilt vita meira þá bíð ég upp á frítt 15 mínútna kynningarsímtal.
Kynningarsímtal
Scroll to Top