fbpx

Heildrænt nudd
& djúpslökun

Heildrænt nudd er tegund af “Full Body Massage” þar sem áhersla er lögð á djúpslökun.
Í heildrænu nuddi losum við um stífleika í líkamanum, aukum blóðfæðið, drögum úr bólgum og minnkum streitu.

Verð & staðsetning

15.500kr fyrir 90 mín (vinsælast)
Sólir Yoga Studio (Fiskislóð 53-55)

Heildrænt nudd & djúpslökun

Róandi

Ferðalagið inniheldur tónlist sem er sérstaklega hönnuð fyrir slökun.

Verkjalosandi

Ferðalagið mýkir á stífum vöðvum og leysir spennu í líkamanum.

Heilandi

Ferðalagið inniheldur tónheilun með kristal söngskálum og "tuning forks".

Umsagnir

Anna er með einstaklega góða og umvefjandi nærveru sem gerði það að verkum að ég náði að slaka á strax og ég lagðist á bekkinn hjá henni. Nuddið var virkilega gott og hún vann mjög vel á þeim stöðum sem þurfti. Tónheilunin setti svo algjörlega punktinn yfir i-ið og ég gekk alsæl út. Takk kærlega fyrir mig, ég mun koma aftur & aftur ❤️

Anna Guðný Torfadóttir

Anna bauð mér í fallegt ferðalag í nuddtímanum sínum. Ég kom endurnærður út eftir mjög vandað og gott nudd. Anna hefur greinilega ástríðu fyrir því sem hún gerir því hún gaf sig alla í tímann og gott betur. Umhverfið í tímanum er þægilegt og eflandi. Mæli hiklaust með þessari upplifun.

Nökkvi Fjalar Orrason

Nuddið hjá Önnu Lind er notalegt og slakandi í fallegu umhverfi. Ég náði góðri og djúpri slökun bæði andlega og líkamlega, sem entist í marga daga eftir tímann. Mér leið mjög vel í tímanum og hlakka til að koma aftur.

Erla Ósk

Þetta var mjög gott umhverfi, mjög þægileg nærvera og ótrúlega gott nudd. Mæli mikið með, Anna Lind er algjör fagmaður 🙂

Lena Björg

Unaðslega yndisleg upplifun í alla staði. Hélt í smá að mig væri að dreyma. Aldrei vekja mig.

Dagur Adam Ólafsson

Ég pantaði mér annan tíma í sömu viku… held það segi allt sem segja þarf 🙂

Kristinn Ísak Inguson

Bóka tíma

Scroll to Top