Þín heilsa er besta fjárfestingin

Hámarkaðu þína vellíðan á öllum sviðum lífsins. Góð heilsa snýst um líkamlegt, andlegt, tilfinningalegt og huglægt jafnvægi.

Engin venjuleg hreinsun!

Djúphreinsun Holistic er þriggja mánaða hreinsun þar sem við hreinsum hvert einasta líkamskerfi. Notast er við hreint mataræði og öflug bætiefni til þess að jafna blóðsykurinn, vinna gegn Candida ofvexti, endurstilla þarmaflóruna, styðja við hreinsun lifrarinnar & styrkja hjarta- & æðakerfið.

Netnámskeið með helling af fræðslufyrirlestrum samhliða góðum stuðning í lokuðum hópi með tugi Íslendinga.

Okkar þjónusta

Hágæða Heilsuvörur

Holistic Heilsuvörur býður upp á úrval af náttúrulegum heilsuvörum sem styðja bæði líkamlega og andlega vellíðan. Á síðunni finnur þú vörur sem sameina hefðbundnar náttúrulækningar og nýjustu vísindin, allt til að auðvelda þér að finna jafnvægi og styrk í daglegu lífi.

Steinefnapróf

Upgraded Formulas hárpróf er einföld og nákvæm greining sem mælir jafnvægi líkamans hvað varðar nauðsynleg steinefni og þungmálma. Með því að safna litlu hárssýni geturðu auðveldlega greint hvort líkaminn þinn fái rétt næringarefni og hvort þungmálmaeitrun sé til staðar – upplýsingar sem geta skýrt út óútskýrð heilsufarseinkenni, svo sem þreytu, svefnleysi og fleira.

Djúphreinsun Holistic

Djúphreinsun Holistic er þriggja mánaða hreinsun þar sem við hreinsum hvert einasta líkamskerfi. Notast er við hreint mataræði og öflug bætiefni til þess að jafna blóðsykurinn, vinna gegn Candida ofvexti, endurstilla þarmaflóruna, styðja við hreinsun lifrarinnar & styrkja hjarta- & æðakerfið. Netnámskeið með helling af fræðslufyrirlestrum samhliða góðum stuðning í lokuðum hópi með tugi Íslendinga.

Candida- & Sníkudýrakönnun

Candida- og sníkjudýrakönnunin er hönnuð til að meta líkamsstarfsemi þína varðandi mögulegan ofvöxt Candida-sýkinga og tilvist sníkjudýra. Í könnuninni svarar þú spurningum sem snúa að meltingu, ónæmiskerfi og öðrum heilsutengdum þáttum. Að lokum færðu stig sem gefa þér yfirlit yfir líkamsástandið og benda til þess hvort frekari ráðgjöf eða rannsóknir séu nauðsynlegar.

Næringar- & lífsstílsþjálfun

Hjálpar þér að breyta mataræðinu þínu og lífsstíl til frambúðar.

Nudd & djúpslökun

Hægt að velja um heildrænt slökunarnudd, djúpvefjanudd, líffæranudd og paranudd.

Fyrr eða síðar mun heilsan verða þitt aðal forgangsatriði.
- Paul Chek

Hámarkaðu þitt frelsiþína heilsuþinn árangur

Við einblínum á heildræna nálgun í okkar þjónustu. Þegar kemur að heilsu og að finna rót vandans er gríðarlega mikilvægt að skoða líf sitt og líkama í heildsinni til þess að komast að því hvar ójafnvægið liggur. Hver og einn lífsstílsþáttur og líkamspartur hagar sér eins og lítið púsluspil í átt að stærri mynd sem er jafnvægi eða heilsa. Til þess að uppskera heilsu þarf allt að vera í lagi. 

Scroll to Top