Hefur munnheilsa áhrif á myndun sjúkdóma? Týndi hlekkurinn að góðri heilsu

Hefur munnheilsa áhrif á myndun sjúkdóma?

Týndi hlekkurinn að góðri heilsu!

Vísindin hafa lengi vitað um mikilvægi góðrar tannheilsu en það er ekki svo langt síðan við fórum að sjá skýr tengsl á milli slæmrar munn- eða tannheilsu og aukinna tíðni sjúkdóma. 

Það er vel vitað að ójafnvægi í bakteríuflóru líkamans er nátengt fjölmörgum sjúkdómum í mannslíkamanum. En í munnholinu og þörmunum er að finna tvö fjölmennustu búsvæði baktería í líkamanum, sem spilar stórt hlutverk í myndun eða fyrirbyggingu sjúkdóma.

Ójafnvægi í bakteríuflórunni, vegna ýmissa þátta líkt og mataræðis eða sýklalyfjanotkunar, getur ekki einungis leitt til tannvandamála heldur einnig víðtækari heilsufarsáhrifa.

Vitað er að heilsa þarmanna skiptir miklu máli og að þarmaflóran (bakteríurnar í þörmunum) hefur gífurleg áhrif á heilsu einstaklingsins á alla vegu, þar á meðal myndun sjúkdóma. En núna er komin áhugaverð uppgötvun innan læknisfræðinnar sem tengir saman heilsu þarmanna og munnheilsu, kallast Mouth-Gut Axis á ensku.

Áhugavert er að segja frá því að bakteríurnar í munninum geta borist niður í þarmana og haft áhrif á allan líkamann, meðal annars líffærin (1).

anatomy, bacteria, bacterium-160524.jpg

Samkvæmt skýrslu Bandarískra skurðlækna frá árinu 2000 “Oral Health in America” geta munnrannsóknir sagt til um ummeri og einkenni af yfir 90% kerfisbundinna sjúkdóma (2).

Áhrif bakteríuflóru munnhols á almenna heilsu.

Bakteríuflóran í munnholinu getur haft margvísleg áhrif á almennt heilsufar, ekki einungis tannheilsu (34). Faraldsfræðilegar rannsóknir styðja við þá kenningu að ójafnvægi í bakteríuflóru munnhols er nátengt myndun sjúkdóma, þar á meðal Alzheimerssjúkdóms, sykursýkis og hjarta- og æðasjúkdóma (5 , 67).

Bakteríuflóran í munninum getur borist til líffæra líkamans og valdið skaða þar (89). Ákveðinn sýkill í munni, sem kallast P. gingivalis, hefur greinst í heilavef sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm (10). Beinn flutningur á munnsýklum til heila getur valdið versnun á Alzheimerssjúkdóm með því að framkalla taugabólgu og taugahrörnun (1112).

Tengsl milli hjarta- & æðasjúkdóma og slæmrar munnheilsu.

Vel þekkt tengsl hafa verið skráð á milli tannholdssjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma eins og æðakölkun, kransæðasjúkdóma og bráðra kransæðaheilkenna, þar með talið hjartadreps (1314).

Það eru um það bil 800 þekktar bakteríutegundir í munnholinu og tannholdssjúkdómur er algengasti munnsjúkdómurinn meðal manna.
Ein safngreining (meta-analysis) leiddi í ljós að tannholdssjúkdómar valda 19% aukningu á hættu á hjarta- og æðasjúkdómum (14, 15). Þessi aukning á hlutfallslegri áhættu hækkar í 44% meðal einstaklinga sem eru 65 ára og eldri (16). 

human heart, heart, organ-8274822.jpg

Bólgusjúkdómar & munnheilsa.

Auk hjarta- og æðasjúkdóma benda sumar rannsóknir til þess að sýkingar í munnholi séu áhrifavaldar í almennum bólgusjúkdómum t.d. sykursýki (1718).

Rannsókn sem var gerð árið 2015 rannsakaði sambandið á milli tannholdssýkinga og hættu á sykursýki, snemma kom í ljós að hærra magn fjögurra bakteríutegunda tengdist tvöfalt til þrefalt meiri líkum á myndun forsykursýkis. Þessar bakteríur eru A. actinomycetemcomitans, P. gingivalis, T. denticola, and T. forsythia (19).

Bólgusjúkdómar í meltingarvegi (sáraristilbólga og svæðisgarnabólga).

Sýklar í munnholi geta truflað starfsemi þarmaveggjarins og ráðist inn í slímhúð þarmanna, sem hvetur til örveruójafnvægis og langvarandi bólgu, sem getur þar af leiðandi leitt til IBD sjúkdómsins.

Einstaklingar með sáraristilbólgu sýna fram á breytingar í örverusamsetningu í munnholi, sem tengist bólgusvörun, sem bendir til þess að samskiptin hjá bakteríum í munnholi og þörmum gæti verið á báða vegu (2021).

Örveruójafnvægi og lifrarsjúkdómar.

Einnig er áhugavert að segja frá því að ójafnvægi baktería í munnholi getur einnig aukið líkurnar á langvinnum lifrarsjúkdómum, hugsanlega vegna röskunar sem slíkar bakteríur getur haft á þarmaflóruna.

Við vitum að lifrin og þarmarnir eru líkamlega tengd, því gallrásirnar, sem eru hópur röra, tengja lifur og gallblöðru við smágirni. Lifrin er því tengd þörmunum í gegnum gallrásirnar og portæð (bláæð) líkamans og bakteríur frá þörmunum geta borist yfir í lifrina ef slímhúðahindrunin er skert, sem er mjög algengt (22).

Gallsýrur hafa sýkladrepandi virkni og streyma á milli meltingarvegar og lifur til endurvinnslu (23). Langvinnir lifrarsjúkdómar eru taldir orsakast af lélegri seytingu gallsýra, þar sem það getur valdið gegndræpum þörmum (2425).

Í stuttu máli þá getur bakteríuójafnvægi í munni aukið líkurnar á langvinnum sjúkdómum í lifur, vegna röskunar sem bakteríurnar geta haft á þarmaflóruna.

dentist, teeth, tooth-158225.jpg

Góð munnhirða skiptir öllu máli!

Í rannsókn árið 2014 kom fram að þeir þátttakendur sem voru með frammúrskarandi munnhirðu voru í marktækt minni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum samanborið við þá sem voru með lélega munnhirðu (26).

Að styðja við heilbrigða bakteríuflóru (t.d. taka inn góðgerla) og bursta tennurnar vel, ásamt því að nota tannþráð (ég mæli frekar með að nota það sem kallast “interdental toothbrush” á ensku, í stað tannþráðs) eru einfaldar leiðir sem geta komið í veg fyrir örveruójafnvægi og þar af leiðandi minnkað líkurnar á ýmsum sjúkdómum.

Ég mæli með að leita til tannlæknis sem hefur nægilega þekkingu til þess að skilja sambandið á milli góðrar munnheilsu og almennrar heilsu, hvernig slæm munnheilsa getur haft áhrif á allan líkamann og aukið líkurnar á ýmsum sjúkdómum. Í Búdapest eru tannlækningar komnar mun lengra samanborið við mörg önnur lönd í heiminum og ég hvet ykkur til þess að leita til tannlækna sem eru sérhæfðir í “Biological Dentistry”. Ég hef sjálf farið á tannlæknastofu í Búdapest sem heitir “HerbaDENT Biological Dentistry” sem ég mæli hiklaust með! Þar kom alls kyns í ljós hjá mér sem tannlæknar á Íslandi voru ekki með tækni til þess að kanna.

Mundu að ef þú hugar að tann- & munnheilsu í aðeins 5 mínútur á dag þá getur það haft margvísleg heilsufarsleg áhrif.

Við hjá Holistic horfum á heilsuna út frá öllum sjónarhornum, á heildrænan hátt, út frá fræðum Functional Medicine. Það er ekki hægt að horfa á heilsuna út frá einhliða nálgun þar sem margir þættir spila saman þegar það kemur að því að viðhalda góðri heilsu.

Við einblínum á að vinna með rót vandamálsins en ekki einungis bæla niður einkennin. Ef við tökumst aldrei á við rótina sem skapaði vandamálið til að byrja með þá heldur það áfram að vaxa.
Ýmislegt getur stuðlar að myndun eða fyrirbyggingu sjúkdóma og góð munnheilsa er til dæmis einn þáttur í þeirri stóru mynd.

Sjá netnámskeið Holistic hér til þess að fræðast nánar um hollt mataræði, gott lífsstílsval, sterkt hugarfar, taugakerfið og vellíðan. Sjá námskeið hér: https://holistic.is/namskeid/

Picture of Höfundur

Höfundur

Anna Lind Fells

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top