fbpx

Hvað eru hagnýtar lækningar? (Functional Medicine)

Hvað eru Hagnýtar Lækningar eða Functional Medicine?​

 

Functional medicine eða hagnýtar lækningar, eins og þetta er kallað á íslensku, er framtíð hefðbundinna lækninga. Hagnýtar lækningar snúast um að finna og bera kennsl á rótarástæðu eða grunnorsök sjúkdóma og takast á við hana. Functional Medicine horfir á líkamann sem eina heild, eitt samstætt kerfi, ekki samansafn sjálfstæðra líffæra sem vinna í sitthvoru lagi. Þessi hagnýta læknisfræði læknar allt kerfið, allan líkamann en ekki bara einkennin.

Hagnýtar lækningar vinna úr undirliggjandi orsök sjúkdómsins með því að nota kerfisbunda nálgun að sjúklingnum án lyfja. Lyf í hefðbundinni læknisfræði vinna aðeins með einkenni sjúkdómsins án þess að laga grunnorsökina. Lyfin valda oft miklum aukaverkunum sem leiða til þess að einstaklingurinn þurfi að taka önnur lyf á móti og þannig byrjar boltinn að rúlla.  Með því að breyta þessari hefðbundnu aðferð frá sjúkdómsmiðaðri nálgun í einstaklingsmiðaðri nálgun. Sérfræðingurinn eyðir tíma með sjúklingnum, hlustar á sögu hans og horfir á samspil erfða-, umhverfis- og lífsstílsþátta sem geta haft áhrif á heilsufar sjúklingsins til langs tíma.

 

Functional Medicine

Hvernig er Functional Medicine öðruvísi?

Hagnýtar lækningar fela í sér að skilja uppruna, forvarnir og meðhöndlun á flóknum og langvinnum sjúkdómun. Aðferðafræði hagnýtrar læknisfræði snýst um eftirfarandi:

  • Einstaklingsmiðuð umönnun. Snýst um að stuðla að almennri heilsu einstaklingsins og jákvæðara viðhorfi burt séð frá sjúkdómum. Mikilvægt er að hlusta á einstaklinginn og læra hans sögu til þess að vinna í sameiningu úr vandamálum hans.

  • Heilræn og vísindalegt nálgun á heilsu. Sérfræðingar í hagnýtum lækningum skoða sögu sjúklingsins, lífeðlisfræði og lífsstíl sem getur leitt til veikinda. Hugað er að erfðafræðilegum þáttum hvers einstaklings, ásamt bæði innri þáttum (hugur, líkami og sál) og ytri þáttum (líkamlegu og félagslegu umhverfi) sem hafa áhrif á heildarstarfsemi.

  • Sameining skilvirkra lækningsaðferða. Hagnýt læknisfræði sameignar hefðbundnar vestrænar lækningaraðferðir við “alternative” eða óhefðbundnar lækningar. Sem leggur áherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma með næringu, mataræði, hreyfingu og lífsstíl. Notast er við nýjustu rannsóknir og greiningaraðferðir, ásamt jurtalyfjum, fæðubótarefnum, vítamínum, afeitrun, streitustjórnunaraðferðum og fleira.

Heildræn nálgun

Hagnýt læknisfræði er byggð á grunni hefðbundinna lækninga. Í hefðbundnum lækningum snúast meðferðirnar aðallega um notkun lyfja, aðgerða og skurðaðgerða. Ekki er horft á líkamann sem eina heild heldur eru líkamspartarnir og líffærin aðskilin hvor öðrum.

Hagnýtar lækningar nýtist við persónulega og heildræna nálgun á heilbrigðisþjónustu sem felur í sér að skilja grunnástæðu, forvarnir, og stjórnun langvinnra sjúkdóma. 

Greining sjúkdómsins getur verið afleiðing af fleiri en einni orsök. Til dæmis getur þunglyndi stafað af mörgum mismunandi þáttum, líkt og bólgum í líkamanum, á meðan bólgur geta sömuleiðis leitt til fjölda mismunandi veikinda líkt og þunglyndis. Hefðbundin læknisfræði einblínir á að meðhöndla sjúkdóma þegar þeir eru núþegar komnir en koma ekki í veg fyrir þá, fyrst og fremst með því að bæla niður einkennin með lyfsseðilsskyldum lyfjum og ekki vinna út frá undirliggjandi ástæðu sjúkdómsins. 

Dr. Mark Hyman er framkvæmdastjóri hjá the Cleveland Clinic Center for Functional Medicine. Hann er starfsrænn fjölskyldulæknir, functional medicine sérfræðingur, frægur rithöfundur, (a ten-time #1 New York Times bestselling author) fyrirlesari, áhrifavaldur og frægur talsmaður á sínu sviði varðandi heilsu. Þessi heilsugæslustöð starfar út frá sjónarmiðum hagnýtrar læknisfræði eða Functional Medicine sem er mjög vinsælt og viðurkennt í Bandaríkjunum. Stofnunin býður uppá aðferðarfræði sem vinnur á grunnorsök langvarandi sjúkdóma þannig að sjúklingar gæti læknast og liðið vel án óþarfa lyfja og aðgerða

Scroll to Top