fbpx

24. maí - 4. júní 2022

Heilsu- & ævintýraferð til Mexíkó
ALLT INNIFALIÐ

Komdu með í framandi draumaferð!

Playa Del Carmen

Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið nær eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðar hella. Þetta er aðeins hluti af þeim fjölmörgu hlutum sem heilla ferðamanninn í þessu stórbrotna umhverfi. Rétt fyrir utan ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Betri staður er vandfundinn til köfunar eða til að snorkla. Siglingar og sjósport er vinsæl afþreying á þessum slóðum. Stutt er yfir í eyjuna Cozumel, sem heimsfræg er fyrir sinn tæra sjó til að snorkla í. Ferðin yfir tekur um 40 mínútur og er á svifnökkva. 

Yucatan svæðið spannar áhugasvið flestra sem þangað koma, hvort sem það er á sviði menningar, náttúru eða afþreyingar af einhverju tagi. Stærsta neðanjarðarhellakerfi heims má fina á Yucatan skaganum. 

Hin fjölmörgu lón inni í skóginum, svokölluð Cenote, myndast vegna neðanjarðarvatnsfalla og eru mjög vinsæl sem sundstaðir ferðamanna. Enda má finna fiska og skjaldbökur í mörgum þeirra. Vatnið í lónunum er ferskvatn og hellar ganga út frá þeim. Lang þekktasta lónið er Gran Cenote

Pýramídar

Þekktustu pýramídarnir á Yucatan skaganum eru í Tulum og Coba. Pýramídarnir í Tulum eru í um 30 mínútna akstri frá Playa Del Carmen og þeir eru einu sem standa við sjó í Mexíkó. Þá er Coba sá hæsti á Yucatan skaganum og gnæfir yfir allt í miðjum frumskóginum. 

Pýramídar

Þekktustu pýramídarnir á Yucatan skaganum eru í Tulum og Coba. Pýramídarnir í Tulum eru í um 30 mínútna akstri frá Playa Del Carmen og þeir eru einu sem standa við sjó í Mexíkó. Þá er Coba sá hæsti á Yucatan skaganum og næfir yfir allt í miðjum frumskóginum.

Innifalið

  • Flug fram og til baka
  • Flugvallagjöld og skattar
  • 20 kg ferðataska og handfarangur
  • 1 nótt í Brussel á hótel Catalonia
  • 9 nætur á ALL INCLUSIVE lúxus resorti á Viva Wyndham Azteca. Yfir 40 atriði innifalin!
  • Á lúxus resortinu í Mexíkó er aðild að 11 veitingastöðum, börum og afþreyingu. Við gistum á Viva Wyndham Azteca resorti en höfum einnig aðgang að afþreyingu og veitingastöðum á systur resorti í göngufjarlægð sem heitir Viva Wyndham Maya.
  • Með báðum resortum fylgir ótakmarkaður aðgangur að mat og drykkjum á 11 mismunandi veitingastöðum og 10 mismunandi börum (sjá fyrir neðan)
  • Mikil og skemmtileg fræðsla um heilsu og vellíðan!
  • Margir heilsufyrirlestrar og kennsla um næringu, heilsu og streitulosun
  • Hóptímar úti í sólinni á einkaströnd hótelsins – jóga, öndun, djúpslökun eða tai-chi
  • Íslensk fararstjórn á vegum Holistic

Innifalið á Resort Viva Wyndham Azteca

created by dji camera
  • Gisting
  • Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og snarl
  • Ótakmarkaðir drykkir, áfengir og áfengislausir
  • Dagleg hreyfing og afþreying: Sigling, hjól, borðtennis, tennis, blak, eróbík, teygjutímar, bocce boltar á ströndinni, kynningartímar í köfun, kayak, surf bretti og standandi vatnbretti
  • Veitingastaðir: Buffet El Nopal, Xul-Ha, Il Palco, Bamboo, El Cenote.
  • Einkaströnd með þjónustu
  • Sundlaugar og heitir pottar
  • Kvöldskemmtun og þemapartí
  • Diskótek
  • Danskennsla
  • Matreiðslukennsla
  • Líkamsræktarsalur
  • Handklæði á ströndinni
  • Frítt WiFI

Innifalið á Viva Wyndham Maya

DCIM100MEDIADJI_0036.JPG
 
  • Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur
  • Ótakmarkaðir drykkir, áfengir og áfengislausir
  • Snarl
  • Dagleg hreyfing og afþreying: Sigling, hjól, trapís, veggklifur, borðtennis, blak, eróbík, teygjutímar, bocce boltar á ströndinni, köfunarkennsla, kayak, surf bretti og standandi vatnbretti. 
  • Veitingastaðir: La Terraza, Hacienda Don Diego, Portofino, Miramare, Viva Café, El Arrecifé
  • Einkaströnd með þjónustu
  • Sundlaugar og heitir pottar
  • Kvöldskemmtun og þemapartí
  • Diskótek
  • Danskennsla
  • Matreiðslukennsla
  • Líkamsræktarsalur
  • Handklæði á ströndinni
  • Frítt WiFI

Myndband af hótel resortinu

Hérna er myndband af resortinu Viva Wyndham Azteca – All-Inclusive Resort þar sem við gistum

Play Video

Jógakennsla á einkaströnd í sólinni!

Byrjaðu daginn á jóga á hvítu einkaströndinni, með ljúfa tóna frá náttúrunnar hendi og yljandi sól á bakið. Teygðu á stífum vöðvum, núllstilltu hugann og leyfðu þér að njóta daumsins í núinu!

Frí köfunarkennsla í litríkum sjó!

Köfun er ekki eins erfið og sumir halda, það geta allir farið í köfunarferð! Jafnvel þeir sem hafa aldrei kafað áður eftir fría kennslu á resortinu deginum áður. Að kafa í við eitt stærsta kóralrif heims er eins og kafa í fiskabúri! Umvafin risa skjaldbökum, höfrungum og meinlausum hvalahákörlum!

Ferðaáætlun

  • 24. maí: flogið frá Keflavík til Brussel kl. 6:10 og lent kl. 11:25. Þá förum við með rútu á hótel Catalonina í Brussel og gistum þar eina nótt. Morguninn eftir er rútuferð frá hótelinu á flugvöllinn.

  • 25. maí: flogið frá Brussel til Mexíkó kl. 11:00 og lent kl. 17:30 í Mexíkó. Frá flugvellinum förum við með rútu á resortið sem er í rúmlega 60 kílómetra fjarlægð þar sem við leyfum okkur að njóta lífsins.

  • 25. maí – 3. júní: gistum á resortinu Viva Wyndham Aztec í samtals 9 nætur. Á þeim tíma verður boðið upp á hóptíma í jóga, öndun, djúpslökun og hugleiðslu. Haldið verður fyrirlestra um næringu, heilsu og streitu á resortinu. Einnig munu fararstjórar stinga upp á ýmsum ævintýra- og skoðunarferðum (t.d. fjórhjólaferðir eða skoðunarferðir á pýramídaslóðir) og bókað verður í þær ferðir á staðnum ef fólk hefur áhuga á að skoða svæðin í kring (ekki innifalið í verði).

  • 3. júní: flogið aftur til Brussel og lent kl. 7:40 morguninn eftir. 

  • 4. júní: flug til Íslands kl. 12:20 sama dag og lent kl. 13:45.

Verð

  • Verð fyrir hvern einstakling í þriggja manna herbergi er 302.520 kr.
  • Verð fyrir hvern einstakling í tveggja manna herbergi er  319.250 kr.
  • Verð fyrir hvern einstakling í eins manns herbergi er  352.600 kr.
  • Staðfestingargjaldið er 95.000 kr.
  • Hægt er að dreifa greiðslum í 3-9 mánuði án auka kostnaðar! 

Athugið

  • Skráning og greiðsla fer fram í gegnum ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic.
  • Staðfestingargjaldið er 95.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.

Vilt þú fleiri upplýsingar eða skrá þig í þessa ferð?

Ert þú tilbúin/n í þetta ævintýri með okkur? Viltu fleiri upplýsingar um ferðina? Ertu með spurningu fyrir okkur? Þarftu að dreifa greiðslum vaxtalaust?

Þínir farastjórar

Skemmtilegir og heilsufróðir fararstjórar

Jóhann Emil Bjarnason

Einkaþjálfari
Jógakennari
Heilsu- & lífsstílsþjálfi

Kristinn Sigmarsson

Heilsu- & lífsstílsþjálfi
Markþjálfi

Anna Lind Fells

Functional medicine næringarþjálfi
Jógakennari
Einkaþjálfari

Jóhann Emil Bjarnason

Einkaþjálfari og jógakennari

Kristinn Sigmarsson

Lífsstíls- & markþjálfi

Anna Lind Fells

Functional Medicine
næringarþjálfi og jógakennari

Myndir af svæðinu

Hér er samansafn af myndum af resortinu og mismunandi afþreyingu á Playa Del Carmen

Scroll to Top