Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið nær eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðar hella. Þetta er aðeins hluti af þeim fjölmörgu hlutum sem heilla ferðamanninn í þessu stórbrotna umhverfi. Rétt fyrir utan ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Betri staður er vandfundinn til köfunar eða til að snorkla. Siglingar og sjósport er vinsæl afþreying á þessum slóðum. Stutt er yfir í eyjuna Cozumel, sem heimsfræg er fyrir sinn tæra sjó til að snorkla í. Ferðin yfir tekur um 40 mínútur og er á svifnökkva.
Yucatan svæðið spannar áhugasvið flestra sem þangað koma, hvort sem það er á sviði menningar, náttúru eða afþreyingar af einhverju tagi. Stærsta neðanjarðarhellakerfi heims má fina á Yucatan skaganum.
Hin fjölmörgu lón inni í skóginum, svokölluð Cenote, myndast vegna neðanjarðarvatnsfalla og eru mjög vinsæl sem sundstaðir ferðamanna. Enda má finna fiska og skjaldbökur í mörgum þeirra. Vatnið í lónunum er ferskvatn og hellar ganga út frá þeim. Lang þekktasta lónið er Gran Cenote