Hvað er að hamla þínu líkamlega

frelsi?

Viltu taka heilsuna á næsta stig? Hvort sem þú vilt losna við verki eða ójafnvægi í líkamanum eða einfaldlega hámarka heilsuna þína á alla vegu. Heilsumat Holistic er góð byrjun í átt að bættri heilsu.

Heildrænt Heilsumat

Í heilsumatinu skoðum við líkama þinn og lífsstíl á heildrænan hátt svo hægt sé að skoða hvað gæti verið að standa í vegi fyrir vellíðan og jafnvægi í þínum líkama. 

Heilsumat Holistic snýst um að greina og finna út hvað getur verið að valda ójafnvægi í líkama þínum, hvort sem það eru verkir í mjóbaki eða meltingarvandamál. 

Heilsumatið skiptist í þrjá staka tíma og inniheldur mælingar hjá líkamsþjálfara, viðtal hjá Functional Medicine næringarþjálfa og að lokum verður lífsstíllinn skoðaður hjá markþjálfa.   

Við hjá Holistic skoðum líkamann sem eina heild og þess vegna er mikilvægt að skoða hvernig mismunandi lífsstílsþættir hafa áhrif á hvorn annan. Til dæmis óheilbrigt mataræði, streita, hreyfingarleysi, vinnuumhverfi, verkir í líkamanum, bólgur, meltingartruflanir, orkuleysi, svefnleysi og þess háttar. 

Við þurfum að komast að rót vandans, skilja líkamann á heildrænan hátt, en ekki einungis bæla niður einkennin. 

Hámarkaðu þitt frelsiþína heilsuþinn árangur

Við hjá Holistic erum ástríðufull í að bæta lífsstíl okkar viðskiptavina og að finna leiðir til þess að hámarka þeirra frelsi, heilsu og árangur.

Líkamsmælingar

Heilsumat

Hvar er líkaminn í ójafnvægi?

Heildrænt heilsumat inniheldur:

  • 1 klst hjá líkamsþjálfa sem sérhæfir sig í hreyfivísindum 
  • Skekkjur og vöðvaójafnvægi, t.d. framstæðar axlir og höfuð, flatt bak …
  • Hreyfiferlar og hreyfigeta
  • Liðleikapróf
  • Stöðugleikapróf
Heilsumat

Eru þínar matarvenjur að stuðla að góðri heilsu?

Heildrænt heilsumat inniheldur:

  • 1 klst hjá heilsumarkþjálfa / Functional medicine heilsuráðgjafa
  • Ráðleggingar varðandi heilbrigðar matarvenjur sem henta hverjum og einum
  • Farið verður yfir hugmyndafræði Holistic um hvernig sé hægt að viðhalda heilbrigðum lífsstíl / mataræði til lengri tíma, án skyndilausna
  • Farið verður yfir mögulegt ójafnvægi / vandamál sem viðskiptavinur er að upplifa
  • Mæling á blóðsykri, púls og blóðþrýsting

Næringarþjálfun

Markþjálfun /
Lífsstílsþjálfun

Hvað er að koma í veg fyrir þinn draum?

Heildrænt heilsumat inniheldur:

  • 1 klst hjá heildrænum markþjálfa- & lífsstílsþjálfa 
  • Farið verður yfir núverandi lífsstíl viðskiptavinar og hvað mætti betur fara
  • Skoðað hvað er mögulega að standa í vegi fyrir árangri eða góðri heilsu
  • Farið yfir hugarfar viðskiptavinar 
Heilsumat

Þetta heildræna heilsumat er samtals 3 klst með þjálfurum Holistic. Tímarnir skiptast niður í 3 skipti og samið er um tímasetningar fyrirfram.  Hægt er að taka alla tímana á einni viku eða jafnvel skipta tímunum niður yfir þriggja vikna tímabil. 

Eftir heildræna heilsumatið gefst þér kostur á að halda áfram í ítarlegri þjálfun hjá Holistic eftir þínum þörfum til þess að fara dýpra í þín markmið og finna mögulegu bestu lausn út frá niðurstöðum heilsumatsins. Kostnaður heilsumatsins fer þá upp í heildarverð þjálfuninnar fyrir hverja þjónustu fyrir sig. 

 

Í lok heilsumatsins færð þú nákvæman tölvupóst um niðurstöður og allt sem kom fram í tímunum eftir heilsumatið. 

 

Verð: 
Verð fyrir heildrænt heilsumat er 29.900 kr. 

Heilsumat

Þjálfarar Holistic

Þessir brosmildu einstaklingar taka á móti þér í heilsumatinu

Jóhann Emil Bjarnason

Heildrænn Líkamsþjálfi

Meira um Jóhann

Anna Lind Fells

Næringar- og Lífsstílsþjálfi

Meira um Önnu

Kristinn Sigmarsson

Heildrænn Markþjálfi og Lífsstílsþjálfi

Meira um Kristinn
Árangur

Fjárfestu í þinni heilsu núna

Heilsumat Holistic er góð byrjun í átt að bættri heilsu. 

Scroll to Top