Hvað er Heildræn Líkamsþjálfun?
Í heildrænni líkamsþjálfun byggjum við upp heilbrigt samband við líkamann og lærum að æfa skynsamlega. Við byggjum þig upp svo þú getir upplifað frelsi í eigin líkama, án verkja og getir gert það sem þú villt.
Í upphafi þjálfunar vinnum við saman við að koma líkamanum í jafnvægi og kennum þér rétta líkamsbeitingu.
Þar á eftir styrkjum við þig í átt að þínum draumum.
Heildræn Líkamsþjálfun Inniheldur:
1. Líkamsmælingar
- Skekkjur og vöðvaójafnvægi
- Hreyfiferlar og hreyfigeta
- Liðleikapróf
- Stöðuleikapróf
- Styrktarmælingar
2. Ítarlegt Heilsufarsmat
- Streita
- Næring
- Líffæri
- Tilfinningar og andlegt ástand
- Hugarfar, draumar og markmið
- Stoðkerfi
- Ofl..
3. Sérsniðna þjálfun út frá þínum markmiðum og niðurstöðum úr mælingum
- Hreyfing
- Næring
- Hvíld og endurheimt
- Hamingja
Það sem þú færð í heildrænni líkamsþjálfun:
Sérsniðna æfinga og teygjuáætlun (Út frá þínum markmiðum og mælingum)
Kennslu í því hvernig skal æfa skynsamlega svo líkur á meiðslum séu litlar í framtíðinni
Næringarþjálfun (hvernig skal borða fyrir þínar eigin þarfir)
Markþjálfun (draumar, markmið og hamingja)
Hvíldarþjálfun (taugakerfi, streita og endurheimt)