fbpx

Heildræn Heilsubylting - 5 Mánaða Prógram

Heildræn Heilsubylting er prógram sem stendur yfir í 5 mánuði.
Frá 6. apríl til 6. september.

Við förum yfir líf þitt á heildrænan hátt og leiðum þig í átt að bættri heilsu og líðan. Við köfum í þína drauma og markmið til þess að skapa skýra stefnu fyrir næstu 5 mánuðina. Við lítum yfir þína sjúkrasögu, heilsukvilla, einkenni og næringu og gefum þér persónulega þjálfun og ráðgjöf til að efla þína innri starfsemi til lengri tíma. Við förum yfir líkama þinn á heildrænan hátt með því að mæla þína hreyfigetu, líkamsskekkjur, skoðum meiðslasögu og búum til prógram sem hentar þér og þínum draumum. Við förum reglulega yfir markmið þín, hugarfar þitt og stefnu og veitum þér stuðning í gegnum allt ferlið.

Prógramið er í heild sinni samblanda af 4 mismunandi hugmyndafræðum:

  • Heildrænum hreyfivísindum
  • Markþjálfun
  • Heildrænni lífsstílsþjálfun
  • Hagnýtum lækningum (functional medicine)

Innifalið:

  • 10 tímar í heildrænni markþjálfun
  • 10 tímar í heildrænni lífsstílsþjálfun og functional medicine ráðgjöf
  • Functional æfingaprógram með þjálfara 2-3x í viku fyrstu 2 mánuðina
  • Fjarþjálfunarprógram
  • Ítarlegar mælingar á líkamsskekkjum út frá hreyfivísindum, fyrir og eftir prógrammið
  • Blóðsykurs- og blóðkornamælingar
  • Blóðþrýstings- og púlsmælingar
  • Matreiðslubók með hugmyndum af uppskriftum sem henta fyrir flestar þarfir
  • Fræðslubæklingur í lok námskeiðs með öllum helstu upplýsingum sem prógrammið innihélt
  • Mappa sem inniheldur öll gögn og verkefni á meðan prógramminu stendur
  • Heimaverkefni og fræðsla á milli tíma
  • 15% afsláttur af öllum vörum Holistic

Hefst 6. apríl.

Fyrir fleiri upplýsingar getur þú bókað frían kynningartíma þar sem við förum betur yfir prógrammið og hvernig það getur hagnast þér og þínum markmiðum.

Bóka frían kynningartíma

Scroll to Top