fbpx

Fjarþjálfun

Þriggja mánaða fjarþjálfunaráætlun til þess að hjálpa þér að koma þínum hreyfiferlum í lag.

Hvað er functional einkaþjálfun?

Við höfum mörg okkar gleymt því hvernig við eigum að hreyfa okkur og
hver okkar líkamlega geta þarf að vera til að eiga ekki í erfiðleikum með
okkar daglega umhverfi. Við erum stirð með vanvirka vöðva og oft með
stöðuga verki og litla lífsorku. Við hjá Holistic ætlum að hjálpa þér að
öðlast frelsi í eigin líkama svo þú getir upplifað þín markmið og þína
drauma. Við notumst við aðferðir sem hafa skilað gríðarlega góðum
árangri úti í heimi þegar kemur að bæði meiðslum og árangri í íþróttum
eða daglegu lífi. Með það markmið að endurheimta liðleika, stöðugleika,
styrk og kraft, getur þú búist við að upplifa létti og líkamlegt frelsi.
Þjálfunin er einstaklingsmiðuð.

Hvar byrjum við?

Það fer eftir þinni líkamsstöðu, verkjum, hreyfigetu, styrk, orku og
markmiðum. Við munum greina þig og mæla, svo við getum verið viss um að þú
munir fara styðstu en jafnframt öruggustu leiðina í átt að þínum draumi.

Háþróuð leið til æfinga

Að verða stærri eða léttari á ekki að vera þitt fyrsta markmið þegarkemur að hreyfingu. Fyrsta markmiðið er að geta hreyft sig rétt. Hvers vegna? Mannslíkaminn þarf á 7 grunnhreyfiferlum að halda til að geta komist verkjalaust í gegnum daglegt umhverfi.

Vi
ð tökum við hvaða markmiðum sem er en okkar aðal áhersla er að þú getir beitt þér rétt

Vi
ð bjóðum að sjálfsögðu einnig upp á þjálfun fyrir þá sem vilja auka ðvamassa og verða stærri, en við gerum það á “functional” hátt.

Þriggja mánaða þjálfunarferli

Fjarþjálfun

Í byrjun þjálfunarinnar skoðum við hjá þér:

Þegar við vitum hvert þitt markmið er þá búum við til
áætlun með þínar lífsaðstæður, streitu og meiðslasögu í
huga.

Fyrsti Mánuður

Fyrsti Mánuður - Grunnvinna

Hér er athyglin sett á að koma þér aftur í
jafnvægi með því að:

Annar Mánuður

Annar Mánuður - Survival vinna

Grunnhreyfingarnar 7 eru þær hreyfingar sem mannslíkaminn þarf að geta gert vel til að geta bjargað sér í náttúrunni eða komast í gegn um sitt umhverfi meiðslalaust, hvort sem það eru húsverk, iðnaðarstörf eða íþróttir.

Grunnhreyfingarnar 7 eru:

Við getum brotið flest öll hreyfimynstur niður í 7
Grunnhreyfingar.

Ef við skoðum algengt hreyfimynstur eins og að kasta bolta
sem mikið er notað í íþróttum, þá sjáum við að sú hreyfing er
byggð upp á þremur af þessum 7 Grunnhreyfingum. Til þess að
geta kastað bolta til lengri tíma með fullum krafti, þurfa
hreyfingarnar Lunge, Twist og Push að vera vel æfðar, bæði í sitthvoru lagi og saman, svo meiðsli komi ekki upp.

Hér, í mánuði 2, byggjum við upp grunnstyrk í
Grunnhreyfingunum 7 sem allir verða að hafa, ætli þeir að
þrífast í sínu umhverfi.

Þriðji Mánuður

Þriðji Mánuður - Draumavinna

Unnið í styrk fyrir þitt umhverfi, draum
eða íþrótt.

r viljum við byrja að forrita og styrkja líkamann í þeim hreyfimynstrum sem þitt umhverfi, draumur eða íþrótt krefst (svo lengi sem þú hefur náð nægum styrk í Grunnhreyfingunum
7).

Það fer allt eftir hverjum og einum hvort hægt verði að byrja í
draumavinnunni í mánuði þrjú. Þrír mánuðir eru lítill tími,
sérstaklega ef þú kemur til mín í mjög slæmu ástandi.

Hinsvegar reynum við eftir bestu getu að byggja upp nægan styrk á fyrstu tveimur mánuðunum til að þetta verði mögulegt.

Það sem þú færð/lærir

Prufaðu 1 mánuð

Vilt þú skrá þig í fjarþjálfun?

Við er staðsett á Fiskislóð 49-51, 101 Reykjavík á 2. hæð í húsi Granda101.

Skrifaðu tölvupóstinn þinn og nafn hér fyrir neðan og við finnum tíma sem hentar til þess að hefja ferlið.

Kynningartími - Functional Einkaþjálfun

Um Jóhann

Functional Einkaþjálfari

Ég heiti Jóhann Emil.Ég hef stundað hreyfingu alla mína tíð og náð góðum árangri í öllum
þeim íþróttum sem ég hef stundað. Ég hef hugsað um, gert tilraunir og
spurt spurninga hvað varðar lífið og mína eigin heilsu frá barnsaldri en
síðustu 7 ár hef ég gert lítið annað en að kafa djúpt ofan í heildræn
heilsufræði, hreyfivísindi, styrktarþjálfun, mannlega bestun, hugleiðslu
og önnur andleg málefni.
Ég er hingað kominn, ekki bara til þess tengja öll þau fræði saman sem
snúa að heilsu, heldur einnig allt það sem við kemur lífinu sjálfu svo ég
geti hjálpað fólki að skapa og upplifa sitt besta líf.

Ég er lærður í eftirfarandi:

  • Einkaþjálfari – IntensivePT
  • Jógakennari – Light Yoga Warriors
  • Heildrænn lífsstílsþjálfi (Holistic Lifestyle Coach) – C.H.E.K. Institute – Level 2
  • Hreyfivísindi (Integrated Movement Science) – C.H.E.K. Institute – Level 2
  • Scientific Core Conditioning – C.H.E.K. Institute
  • Scientific Back Training – C.H.E.K. Institute
  • Scientific Stretching – C.H.E.K. Institute
  • Advanced Program Design – C.H.E.K. Institute
  • Primal Pattern® Movements – C.H.E.K. Institute
  • Holistic Health and Performance for Women – C.H.E.K. Institute
  • Walking Tall – C.H.E.K. Institute
Fyrir meiri stuðning og aðhald

Ert þú að leita að einkaþjálfun?

Við bjóðum einnig upp á Functional Einkaþjálfun út frá sömu hugmyndafræði.

Scroll to Top