fbpx

Þjálfun fyrir þá sem vilja auka heilsuna með lífsstílsbreytingum

Heilsuþjálfun
Holistic

Heilsuþjálfun Holistic er heilsuúrræði sem hjálpar þér að ná tökum á þeim lífsstílsþáttum sem auka heilsu og vellíðan.

Hvað er Heilsuþjálfun Holistic?

Heilsuþjálfun Holistic er þjálfun sem byggist á þeim lífsstílsþáttum sem efla heilsu og vellíðan. Við aðstoðum þig við að búa til heilbrigða ávana sem bæði styðja við þína heilsu sem og þína drauma.  
Þjálfunin er einstaklingsmiðuð.

Hvar byrjum við?

Við byrjum á heildrænni ástandsskoðun þar sem við skoðum meðal annars þitt núverandi ástand á grunnatriðum heilsu, einkenni ójafnvægis, heildarstreitu, líkamsskekkjur og hreyfigetu ásamt þína drauma og markmið. Því næst búum við til einstaklingsmiðað plan út frá niðurstöðum í átt að meiri heilsu, hamingju og vellíðan

Okkar grunnatriði heilsu

Mataræði

Þú ert það sem þú borðar. Þinn líkami er búinn til úr þínum mat. 

Hreyfing

Þinn líkami þarf á daglegri hreyfingu að halda til að viðhalda heilsu og vellíðan. 

Öndun

Þín öndun stjórnar taugakerfinu þínu. Að vera með jafnvægi í öndun ýtir undir jafnvægi í taugakerfinu.

Streitulosun

Streitan er mikil í samfélaginu í dag og er áhrifarík losun á streitu því eitt af mikilvægustu þáttunum þegar kemur að því að auka heilsu og vellíðan.

Hamingjusköpun

Ef að öll grunnatriðin eru í lagi en dagleg bros og hamingja eru ekki til staðar, þá upplifir þú ekki mikla vellíðan. Að sinna þínum áhugamálum til að skapa hamingju býr til jafnvægi, ánægju og bætta upplifun á lífinu.

Nú getur þú fengið aðstoð við að mynda heilbrigðar lífsstílsvenjur. ​

Heilsuþjálfun Holistic er fyrir þá sem eru tilbúnir að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir í átt að bættri heilsu og vellíðan. 

Þjálfunin er unnin út frá grundvallaratriðum Holistic og leggur áherslu á að mynda nýja ávana og tileinka sér skemmtilegar áskoranir í hverri viku.

Við lok þjálfunar hefur hver einstaklingur öðlast skilning á grunnatriðum heilsu og hæfileika til þess að nota mismunandi tól á sinni heilsuvegferð með sjálfstæði.

Heilsa er náttúrulegt ástand þar sem jafnvægi er á milli líkama, hugar og sálar.

Verð

Verðið er 50.00kr á mánuði í 3 mánuði.

Er Heilsuþjálfun Holistic fyrir þig?

Vegna mikillar eftirspurnar þá höfum við sett upp umsóknarform fyrir þessa þjónustu. Ef þér finnst þessi þjónusta eiga við þig, endilega fylltu út þetta form og við höfum samband við fyrsta tækifæri.​

Umsókn - Heilsuþjálfun Holistic

Þjálfararnir

Jóhann Emil Bjarnason

Ég hef stundað hreyfingu alla mína tíð og náð góðum árangri í öllum þeim íþróttum sem ég hef stundað. Ég hef hugsað um, gert tilraunir og spurt spurninga hvað varðar lífið og mína eigin heilsu frá barnsaldri en síðustu 7 ár hef ég gert lítið annað en að kafa djúpt ofan í heildræn heilsufræði, hreyfivísindi, styrktarþjálfun, mannlega bestun, hugleiðslu og önnur andleg málefni. Ég er hingað kominn, ekki bara til þess tengja öll þau fræði saman sem snúa að heilsu, heldur einnig allt það sem við kemur lífinu sjálfu svo ég geti hjálpað fólki að skapa og upplifa sitt besta líf.

Ég er lærður í eftirfarandi:

  • Einkaþjálfari – IntensivePT
  • Jógakennari – Light Yoga Warriors / Eden Yoga
  • Heildrænn lífsstílsþjálfi (Holistic Lifestyle Coach) – C.H.E.K. Institute – Level 2
  • Hreyfivísindi (Integrated Movement Science) – C.H.E.K. Institute – Level 2
  • Scientific Core Conditioning – C.H.E.K. Institute
  • Scientific Back Training – C.H.E.K. Institute
  • Scientific Stretching – C.H.E.K. Institute
  • Advanced Program Design – C.H.E.K. Institute
  • Primal Pattern® Movements – C.H.E.K. Institute
  • Holistic Health and Performance for Women – C.H.E.K. Institute
  • Walking Tall – C.H.E.K. Institute

Kristinn Sigmarsson

Kristinn er lærður markþjálfi og heildrænn lífsstílsþjálfi. Hann hefur verið að læra um sjálfsbetrun og heilsu síðan hann var 15 ára gamall. Hann leggur áherslu á að innleiða alla mikilvægustu þætti heilsu í þitt líf til þess að hámarka þín lífsgæði á skemmtilegan hátt. Hann hjálpar þér líka til þess að móta hugarfar sem ýtir undir þinn vöxt og gerir þín markmið að raunverulegum möguleika. Hann elskar að spyrja þig djúpra spurninga sem lætur þig hugsa um hver þú raunverulega ert.

Kristinn er lærður í eftirfarandi: CHEK HLC level 2, Markþjálfi - Evolvia, Soma Breath Instructor level 2

Scroll to Top