Við og samstarfsaðilar okkar notum upplýsingar sem safnað er með vafrakökum og svipaðri tækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, greina notkun þína á henni og í markaðstilgangi. Þú getur fundið frekari upplýsingar í persónuverndarstefnu okkar og haft stjórn á samþykki þínu hvenær sem er.
Hvað er functional einkaþjálfun?
Við höfum mörg okkar gleymt því hvernig við eigum að hreyfa okkur og
hver okkar líkamlega geta þarf að vera til að eiga ekki í erfiðleikum með
okkar daglega umhverfi. Við erum stirð með vanvirka vöðva og oft með
stöðuga verki og litla lífsorku. Við hjá Holistic ætlum að hjálpa þér að
öðlast frelsi í eigin líkama svo þú getir upplifað þín markmið og þína
drauma. Við notumst við aðferðir sem hafa skilað gríðarlega góðum
árangri úti í heimi þegar kemur að bæði meiðslum og árangri í íþróttum
eða daglegu lífi. Með það markmið að endurheimta liðleika, stöðugleika,
styrk og kraft, getur þú búist við að upplifa létti og líkamlegt frelsi.
Þjálfunin er einstaklingsmiðuð.
Hvar byrjum við?
Það fer eftir þinni líkamsstöðu, verkjum, hreyfigetu, styrk, orku og
markmiðum. Við munum greina þig og mæla, svo við getum verið viss um að þú
munir fara styðstu en jafnframt öruggustu leiðina í átt að þínum draumi.