Taktu heilsuna á næsta stig

Næringar- & lífsstílsþjálfun

Einkatími í næringar- & lífsstílsþjálfun út frá fræðum Functional Medicine

Hvað er Næringar- & lífsstílsþjálfun?

Við nálgumst líkamann sem eina samverkandi heild — ekki sem safn aðskildra líffæra sem starfa hvert í sínu horni. Með þessari nálgun leitum við að rót vandans og vinnum að því að endurheimta jafnvægið í öllum líkamanum, í stað þess að bæla niður einstök einkenni.

Þjálfunin í heild sinni er sambland af 3 mismunandi hugmyndafræðum:

Functional medicine

Functional medicine (hagnýtar lækningar) snýst um að finna rótarástæðu sjúkdóma og takast á við hana. Þín heilsufarseinkenni geta verið einkenni af stærra vandamáli sem þarf að takast á við.

Heildræn lífsstílsþjálfun

Heildræn lífsstílsþjálfun er öflugt verkfæri til að skapa varanlegt heilbrigði. Hún snýst um að styrkja mikilvægustu lífsstílsþætti þína — svefn, næringu, hreyfingu, hugarfar, streitustjórnun og tengsl — því flestir sjúkdómar og heilsufarsvandamál eiga rætur að rekja til óheilbrigðs lífsstíls.​

Heilsumarkþjálfun

Markþjálfun hjálpar þér að sjá ný sjónarhorn, nýjar lausnir og ný tækifæri. Oft eru það við sjálf sem stöndum í vegi fyrir eigin bata, aukin meðvitund og bætt hugarfar getur breytt öllu. Þegar þú lærir að vinna með hugann í stað þess að berjast gegn honum, verður hann þitt öflugasta verkfæri til lækningar og sjálfsstyrkingar.​

Endurheimtu jafnvægið

Í þessari ráðgjöf vinnum við saman að því að koma líkamanum aftur í jafnvægi — bæði með næringu og lífsstíl sem styður náttúrulegan bata. Við förum í rótina, sem á sér oft upptök í þörmunum eða frumunum — þar sem raunveruleg lækning hefst. Í stað þess að einblína á einkenni skoðum við hvað veldur ójafnvægi eða veikindum og vinnum að því að leiðrétta það.

Þessi nálgun getur hjálpað fólki sem glímir við meltingarvandamál, skjaldkirtilsójafnvægi, liðverki, þreytu, mígreni, streitu, þunglyndi, hormónaójafnvægi, svefntruflanir og önnur líkamleg eða andleg einkenni. Markmiðið er að finna orsökina, leiðrétta hana og byggja upp heilbrigðan grunn sem styður jafnvægi og vellíðan til lengri tíma.

Hvernig fer þjálfunin fram?

Notast er við heildræna nálgun að vellíðan, hollum lífsstíl og bættu mataræði. Við skoðum mögulegar undirliggjandi ástæður fyrir ójafnvægi í  þínum líkama og vinnum út frá þeim á náttúrulegan hátt.

Við hjálpum þér að læra að hlusta á þinn líkama þar sem allar matar- og lífsstílsvenjur eru mismunandi fyrir hvern einstakling fyrir sig. Margt sem telst “hollt” hentar kannski ekki fyrir þinn líkama.
Við þurfum að taka tillit til erfða, efnaskipta og einstaklingsbundinna þarfa.

Ef þú ert orkulaus, þjáist af magavandamálum, Candida sveppasýkingu, SIBO, sjálfsofnæmissjúkdómum eða bólgum í líkamanum, vilt léttast, losna undan streitu eða einfaldlega líða betur í eigin líkama þá get ég aðstoðað þig að líða betur! Þetta snýst ekki um skyndilausn heldur finnum við einstaklingsmiðaða lausn sem virkar fyrir þig til lengri tíma, með einu skrefi í einu.

Næringar- & lífsstílsþjálfun innifelur:

  • 1 klukkustund með Önnu Lind.
  • Förum yfir ítarlegan spurningalista sem hjálpar okkur að skilja betur alla þá þætti sem hafa áhrif á þína heilsu og vellíðan.
  • Staðsetning: Fjarfundur á Zoom.
  • Verð: Fyrsti tíminn kostar 25.900 kr. (2-3 klst forvinna og eftirvinna innifalin). Tímarnir eftir það eru á 19.900 kr. 

Bóka stakan tíma í næringar- & lífsstílsráðgjöf

Umsagnir

Þetta breytti lífi mínu. Ég hef aldrei verið með jafn mikið sjálfstraust og hluti af því er Holistic að þakka. Þau kenndu mér svo margt um hreyfingu, næringu og markmiðasetningu að ég gæti aldrei talið það allt saman upp. Nú eru þau ekki bara þjálfararnir mínir heldur vinir mínir. Þetta frábæra fólk verða alltaf hluti af því hver ég er, ekki bara núna heldur líka þegar ég verð 80 ára. Ég mun aldrei gleyma þessu stórkostlega, skemmtilega og krefjandi ferli.
Kristjana Bríet Birgisdóttir

Hef bara góða hluti um Holistic að segja. Anna tók mig algjörlega undir sinn verndarvæng og fræðin sem hún hefur kennt mér munu fylgja mér út lífið. Hún hefur líka góða nærveru og hlakkaði ég alltaf til hittingana okkar. Þetta mun hjálpa mér helling við að eignast lífið sem ég vil lifa.

Einar Þór Stefánsson

Flugumferðarstjóri

Lærði helling og líður betur þegar ég held mig við heilbrigðari lífsstíl. Mataræði, hreyfingu og svefn. Góð heildstæð nálgun.

Þórunn S. Jónsdóttir

Rafeindavirki

Næringar- og lífsstílsþjálfi með áherslu á Functional Medicine

Ég er menntuð í Functional Medicine, eða hagnýtri læknisfræði, frá The School of Applied Functional Medicine í Bandaríkjunum. Þetta nám leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma og vanlíðunar og vinna með líkamanum á náttúrulegan hátt – án lyfja.

Auk þess er ég heilsumarkþjálfi og hef lokið námi í hreyfivísindum hjá CHEK Institute, ásamt heildrænni lífsstílsþjálfun, stig 2, frá CHEK.

Ég hef einnig lokið námi í nuddi, einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði á Íslandi og í Tælandi.

Sjálf hef ég gengið í gegnum langa ferð til betri heilsu. Ég glímdi í mörg ár við Candida ofvöxt, ásamt ýmsum öðrum meltingar- og heilsufarsvandamálum eins og SIBO, H. pylori, magaverkjum, bakflæði og blóðsykursójafnvægi – svo fátt eitt sé nefnt.

Þessi reynsla varð hvati minn til að kafa djúpt í fræði og rannsóknir tengdar meltingarheilsu, lífsstíl og náttúrulegri lækningu. Í dag nýti ég þessa þekkingu til að hjálpa öðrum að endurheimta jafnvægi, orku og vellíðan með því að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár – bæði líkamlegri og andlegri – og sameina alla mína reynslu og þekkingu til að veita þér persónulega og heildræna þjónustu sem styður raunverulegan og varanlegan bata.

HÆ! ANNA LIND HEITI ÉG

Scroll to Top