Lengd: 50 mín · Áhorf þegar þér hentar · Aðgengi að fyrirlestri í takmarkaðan tíma

Viltu endurstilla meltingarkerfið og endurheimta orkuna?

Án þess að svelta líkamann eða lifa á grænum söfum - heldur með næringarþéttu mataræði & hnitmiðaðri aðferð.
Í fyrirlestrinum ræðum við m.a.:
- Hvað veldur uppþembu og ójafnvægi í meltingarveginum?
- Hvernig bólgur, orkuleysi og þreyta tengjast þarmaheilsu.
- Hvernig þarmaflóran hefur áhrif á taugakerfið, hormóna og andlega heilsu.
- Hvernig Candida ofvöxtur og sníkjudýr geta skapað vítahring einkenna og haft áhrif á allan líkamann.

Skráðu þig hér

Ég verð þinn leiðbeinandi í fría örfyrirlestrinum.

Sjálf glímdi ég við meltingarvandamál í mörg ár, uppþembu, magaverki, bakflæði og candida ofvöxt. Ásamt ýmsum heilsufarsvandamálum, H. Pylori sýkingu, hormónatruflunum og blóðsykursójafnvægi. 

Ég er hér til þess að aðsoða þig að taka ábyrgð á eigin heilsu líkt og ég hef sérhæft mig í.

Ég er menntuð í Functional Medicine eða hagnýtri lækningu frá The School of Applied Functional Medicine í Bandaríkjunum. Þessi fræði leggur áherslu á að finna rótarástæðu sjúkdóma eða vanlíðunar á náttúrulegan hátt, án lyfja. Einnig er ég heilsumarkþjálfi og tók nám í hreyfivísindum hjá CHEK Institute og nám í Holistic Lifestyle Coaching eða heildrænni lífsstílsþjálfun stig 2 hjá CHEK.

Ásamt því hef ég lokið námi í nuddi, einkaþjálfun og tveimur jógakennaranámum, bæði frá Tælandi og Íslandi.

Ég hef haft gríðarlegan áhuga á heilsu í mörg ár, bæði andlegri og líkamlegri. Ég blanda minni þekkingu saman til að veita þér sem bestu þjónustu og mögulegt er.

HÆ! ANNA LIND HEITI ÉG

Scroll to Top