Vilt þú...?

Minnka Stoðkerfisvandamál?

Bæta Líkamsbeitingu?

Auka Styrk?

Ný Markmið?

Bæta Mataræðið?

Minnka Streitu?

Minnka Stoðkerfisvandamál?

Bæta Líkamsbeitingu?

Auka Styrk?

Ný Markmið?

Bæta Mataræðið?

Minnka Streitu?

Taktu heilsuna þína á nýtt plan

Með Heilsuþjálfun 101

Námskeið fyrir alla þá sem eru tilbúnir að taka heilsuna föstum tökum.

Markmið námskeiðsins er að taka heilsuna í gegn að öllu leyti, allt frá líkamsþjálfun og næringu í öndun og hugarfar. 

Þjálfunin fer fram þrisvar sinnum í viku í 12 manna hópi undir stjórn tveggja þaulreyndra þjálfara. Boðið verður upp á ítarlegar líkamsmælingar þar sem vöðvaójafnvægi og líkamsskekkjur eru skoðaðar.

Heilsuþjálfun 101

Þjálfunin fer fram þrisvar sinnum í viku í mest 12 manna hópi undir stjórn tveggja þjálfara á heilsu- og líkamsræktarstöðinni Grandi101. Boðið verður upp á ítarlegar líkamsmælingar þar sem vöðvaójafnvægi og líkamsskekkjur eru skoðaðar, til dæmis framstætt höfuð og flatt bak. 

Notast verður við ólík æfingartól eins og róðravélar, hjól, handlóð, ketilbjöllur, lyftingarstangir, swiss bolta, prik og æfinateygjur.

Í upphafi námskeiðs er fólk hvatt til að taka þátt í 14 daga heildrænni hreinsun í samráði við nærinarþjálfa. Í hreinsuninni leggjum við áherslu á að jafna blóðsykurinn, bæta meltinguna og hreinsa lifrina. Við tökum út fæðu eins og sykur, mjólkurvörur, glúten og kolvetni. Áhersla er lögð á næringarríka og holla fæðu, líkt og íslenskt kjöt, en fræðsla um slíkt matarræði fer fram áður en hreinsunin hefst. Hver einstaklingur fær einkatíma í næringarþjálfun hjá Önnu Lind ásamt heilsubók og uppskriftum.

Í Heilsuþjálfun101 verður einnig farið yfir markmiðasetningu og skipulag, ásamt fræðslu um öndun, taugakerfið og streitulosandi aðferðir.

Heilsufyrirlestur og kynningarfundur fer fram eftir fyrstu vikuna í þjálfun.  Þar verður farið yfir öll helstu atriði námskeiðsins – hugmyndafræðina á bakvið líkamsæfingarnar, næringarfyirlestur & hreinsun, öndun og hugarfar – ásamt því að fólk fær að kynnast hvort öðru betur.

Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna!

Næsta námskeið hefst 17. janúar 2022.

Innifalið

 

 • Líkamsþjálfun þrisvar sinnum í viku (sjá tímasetningu neðar á síðunni) 
 • Ítarlegar líkamsmælingar fyrir hvern og einn (t.d. framstætt höfuð og/eða axlir, flatt bak, hokið brjóstbak og líkamsskekkjur). 
 • Fjögurra vikna heildrænn matseðill með uppskriftum sem eru allar án sykurs, mjólkurvara og glútens. 
 • 14 daga heildræn hreinsun í samráði við færan heilsuþjálfa með þann tilgang að jafna blóðsykur, bæta meltingu og hreinsa lifrina. 
 • Heildræn heilsubók skrifuð af þjálfara með fræðslu um heilbrigt mataræði.
 • Heilsumappa fyrir hvern og einn
  • Markmið vikunnar og fræðsla með því 
  • Tveggja vikna heildræn hreinsun
  • Heilsugreinar & margt fleira 
 • Heilsufyrirlestur & kynningarfundur – fer fram laugardaginn eftir fyrstu viku námskeiðisins, ca. 3 klst 
  • Fyrirlestur um næringu og heildræna hreinsun
  • Fyrirlestur um hreyfimynstur & hugmyndafræðina á bakvið æfingarnar 
  • Fyrirlestur um streitu og öndun
  • Kynning á uppbyggingu námskeiðisins og stund til þess að kynnast hvort öðru
 • 1 tími í næringarþjálfun fyrir hvern og einn hjá Önnu Lind Functional Medicine heilsumarkþjálfa (einstaklingur fer fyrst í blóðprufu hjá heimilislækni)
 • 1 tími í lífsstílsmat og endurhugsun hjá lífsstíls- & markþjálfa
 • Stuðningur og fræðsla á milli tíma í gegnum facebook
 
Ertu með spurningar varðandi þessa þjálfun? Skráðu þig fyrir frítt kynningarsímtal hér.

Verð

Hver mánuður er á 83.300kr
Samtals fyrir 3 mánuði: 249.900kr

Dagar í næsta námskeið

0 Dagar
0 Tímar
0 Mínútur
0 Sekúndur

Skráðu þig í dag

Fjárfestu í þinni framtíð og taktu stórt skref í átt að bættri heilsu.

Nánari Upplýsingar

Hvað gerir Heilsuþjálfun 101 öðruvísi?

- Mælingar út frá hreyfivísindum

- Persónuleg þjálfun

- Hagnýtar æfingar

- Heildræn hugsun

Það sem við gerum öðruvísi er að bjóða, kenna og hjálpa einstaklingum að taka sína eigin heilsu í gegn á heildrænan hátt, það er að segja, ekki einungis líkamsþjálfun heldur öll þau grunndvallaratriði heilsu sem hver mannslíkami þarf til þess að uppskera og viðhalda góðri heilsu. 6 grunndvallaratriði heilsu eru eftirfarandi: Hreyfing, hvíld, næring, hugarfar, öndun og vökvun.
Ef við náum góðum tökum á þessum atriðum, getum við verið nokkuð viss um að heilsa og heilbrigði skili sér í kjölfarið.

Helstu áherslur hóp-einkaþjálfunarinnar

01

Styrkja innri og ytri kerfi líkamans

Við munum fara djúpt í innri kviðvöðva líkamans, mjaðmir og bak ásamt hálsi. Við leggjum áherslu á að virkja og styrkja þessi kerfi sem eru sofandi hjá flestum, sem getur verið grunnorsök verkja eða ójafnvægis í líkamanum.

02

Bæta hreyfimynstur

Með því að styrkja innri og ytri kerfi líkamans munu verkir og líkamsskekkjur minnka þannig að þitt hreyfimynstur líkt og að labba, hlaupa, ganga upp tröppur, taka upp börn og barnabörn verður leikur einn.

03

Efla samhæfingu líkamans

Þú munt öðlast styrk í ólíkum og flóknum líkamsstöðum og með tímanum mun jafnvægi og samhæfing hreyfinga aukast. Allur líkaminn þarf að vinna saman í ólíkum hreyfimynstrum. 

04

Auka liðleika

Stór fókus verður settur á liðleika þar sem liðleiki er fyrsta skrefið í átt að líkamlegu heilbrigði. Í byrjun hvers tíma munum við liðka líkamann til svo hann sé betur undirbúinn fyrir átök dagsins.

05

Auka stöðugleika

Stöðugleiki er næsta skref í átt að líkamlegu heilbrigði. Við munum framkvæma einhverskonar stöðugleika-æfingar í hverjum tíma svo þú fáir að sjá og finna fyrir miklum árangri á því sviði, bæði á æfingum og í daglegu lífi.

06

Auka styrk

Áhersla verður lögð á að búa til styrk í grunnhreyfimynstrum sem nýtast í hvað sem er, allt frá húsverkum í afreksíþróttir.

Stundatafla

Hópur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Hópur 1
Hóp-einkaþjálfun
07:00 - 08:00
Hóp-einkaþjálfun
07:00 - 08:00
Hóp-einkaþjálfun
07:00 - 08:00
Hópur 2
Hóp-einkaþjálfun
11:30 - 12:30
Hóp-einkaþjálfun
11:30 - 12:30
Hóp-einkaþjálfun
11:30 - 12:30

Frábær æfingaraðstaða

Grandi101 er með öll tæki og tól sem þarf fyrir frábærar og fjölbreyttar æfingar. Við munum vinna mikið með eigin líkamsþyngd í byrjun en færum okkur síðan smátt og smátt yfir í ketilbjöllur, bolta, stangir, hjól, róðravélar og allt þar á milli.

Búningsklefar

Grandi101 er með stóra búningsklefa með sturtum og ísbaði í bæði karla- og kvennaklefum.

Mælanlegur árangur

Ástandsskoðun og líkamsmælingar fyrir og eftir námskeið.

Öflugt tækjaúrval

Grandi101 er með öll tæki og tól sem þarf til þess að styrkja líkamann á hagnýtan hátt.

Stemning

Með stórum sal myndast bæði mikil stemning og hvatning sem heldur áfram að lokinni æfingu í gegnum hóp á Facebook.

Samstarfsverkefni

Þetta námskeið er samstarfsverkefni milli Holistic og Grandi101.

Algengar spurningar

Hér eru svörin sem þú ert að leitast eftir.

Hvað gerir Heilsuþjálfun 101 öðruvísi en aðrir þjálfunarmöguleikar á markaðnum?

Við byrjum á því að finna út hvar þinn líkami hefur farið úr jafnvægi, komum þér aftur í jafnvægi með persónumiðuðum æfingum og lífsstílsbreytingum og styrkjum þig svo í svokölluðum grunnhreyfimynstrum sem veita þér þann styrk og frelsi til að gera það sem þig langar eftir námskeiðið.

Líkaminn minn er mjög stífur, er þessi þjálfun fyrir mig?

Þessi þjálfun hentar þeim stífu einmitt mjög vel þar sem við munum gefa okkur góðan tíma í að leysa það. Fyrsta skrefið í átt að líkamlegu heilbrigði er að losa um stífa liði og vöðva og því setjum við mikinn fókus á það í byrjun námskeiðs. Um leið muntu læra inn á þinn líkama og hvernig skal viðhalda liðleika.

Ég er ekki búinn að æfa í ágætis tíma, er þessi þjálfun of mikið fyrir mig?

Þú ert einmitt manneskjan sem við leitum að! Okkar markmið er að byggja þig upp út frá þínum grunni. Þetta er einkaþjálfun í litlum hóp þar sem allir æfa saman eftir eigin getu. Þetta námskeið er mjög góður grunnur fyrir alla þá hreyfingu sem þig dreymir um að geta stundað í framtíðinni. Hentar einnig vel fyirr lengra komna.

Hvar fer þjálfunin fram?

Öll þjálfun og fyrirlestrar fara fram á Grandi101 - Heilsu- og líkamsræktarstöð, Fiskislóð 49-51

Hvenær er næsta námskeið?

Næsta námskeið er 17. janúar til 8. apríl 2022.

Hvernskonar mælingar eru gerðar á mér?

Áður en við förum að setja þyngdir á líkamann, verðum við að vera viss um að líkamsstaðan þín sé upprétt og sterk. Til þess að komast að því munum við mæla hvort þú sért með framstætt höfuð, axlir, mjaðmir og fleira. Að því loknu munt þú svo fá persónumiðað plan til að leiðrétta það sem vantaði upp á.

Hvaða reynslu og menntun hafið þið varðandi hreyfingu?

Númi: Hefur rekið heilsu- og líkamrsæktarstöð síðastliðin 12 ár. Hann er íþróttamaður í húð og hár, menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og útskrifaður einkaþjálfari frá einkaþjálfaraskóla Eleiko í Svíþjóð ásamt því að vera búinn með fjöldan allan af námskeiðum er snerta á hreyfingu og þjálfun (Mobility námskeið, 3D námskeið, Ólý námskeið, námskeið í prógrammeringu, Fimleika námskeið, ketilbjöllunámskeið o.fl.). Númi hefur gríðarlega mikla reynslu sem þjálfari eftir að hafa staðið á gólfinu í langan tíma en hann hefur einstaklega gott auga fyrir hreyfimynstri fólks. Númi hefur mikinn áhuga á að læra meira og bætir sífellt við sig þekkingu. Eitt af hans mottóum er “Ones you stop learning you stop living” en þannig hefur Númi einmitt þróast mikið sem þjálfari í gegnum árin. Hann er sem stendur í námi hjá CHEK Institute þar sem fókusinn er á heildræna hugsun í þjálfun.

Jóhann: Hefur að baki 2 stig í Heildrænum Hreyfivísindum og Heildrænni Lífsstílsþjálfun hjá CHEK Institute, Einkaþjálfararéttindi og Jógakennararéttindi. Ásamt því að vera mikill íþróttamaður, hefur hann eytt síðustu 6 árum í að kafa verulega djúpt ofan í allt það sem við kemur heilsu og er hvergi nærri hættur. Markmið Jóhanns er skýrt: Að vera vel að sér í öllum þeim fræðum sem snúa að heilsunni og tengja þau fræði saman svo hann geti fundið rót vandans hjá fólki og hjálpað þeim að ná tökum á sinni eigin heilsu svo það geti upplifað nýtt og heilbrigt líf án allra kvilla.

Við munum setja ykkur í ólíkar stöður og þjálfa ykkur og styrkja í þeim stöðum sem þið eigið erfitt með og með tímanum mun jafnvægi og samhæfing hreyfinga aukast. Þú munt öðlast styrk í ólíkum og flóknum líkamsstöðum og með tímanum auka jafnvægi og samhæfingu líkamans. Þar sem allur líkaminn þarf að vinna saman í ólíkum hreyfimynstrum. 

Við munum setja ykkur í ólíkar stöður og þjálfa ykkur og styrkja í þeim stöðum sem þið eigið erfitt með og með tímanum mun jafnvægi og samhæfing hreyfinga aukast. Þú munt öðlast styrk í ólíkum og flóknum líkamsstöðum og með tímanum auka jafnvægi og samhæfingu líkamans. Þar sem allur líkaminn þarf að vinna saman í ólíkum hreyfimynstrum. 

Þínir þjálfarar

Við erum með öfluga og reynda þjálfara til þess að efla þína heilsu

Jóhann Emil Bjarnason

Einkaþjálfari

Númi Snær Katrínarson

Einkaþjálfari

Kristinn Sigmarsson

Lífsstílsþjálfi

Anna Lind Fells

Næringarþjálfi

Jóhann Emil Bjarnason

Einkaþjálfari

Númi Snær Katrínarson

Einkaþjálfari

Kristinn Sigmarsson

Lífsstíls- og markþjálfi
Anna Lind Fells

Anna Lind Fells

Functional Medicine
næringarþjálfi

Skráning í frítt kynningarsímtal

Ertu með spurningar varðandi þessa þjálfun? Ekki hika við að skrá þig í kynningarsímtal þar sem við svörum þínum spurningum!

Skráðu þig í dag

Þín heilsa er það mikilvægasta sem þú átt. Líkami þinn á það besta skilið.

Staðsetning

Grandi101 - Heilsu- og líkamsræktarstöð Fiskislóð 49 - 51, 101 Reykjavík.

Tölvupóstur fyrir þessa þjálfun

namskeid@grandi101.is

Símanúmer

620 0606
699 1412